Hugtök 3. lotu
Hér eru lykilhugtökin í lotunni. Þýðið hugtökin. Athugið að mikilvægasta hugtakið í lotu 3 er hugtakið frjáls leikur og meginnámsleið barna. Athugið að fyrir neðan hvert hugtak er EKKI bein þýðing á hugtakinu, heldur má þar sjá hvernig lykilhugtökin tengjast leik barnanna og hvernig lykilhugtökin er notuð í setningum.
Lykilhugtök í lotunni
- Leikur
- Leikstund þar sem börn hafa val um leiki og þau eru að skemmta sér.
- Sjálfsprottinn leikur
- Leikur sem er leiddur af börnum; þau ákveða sjálf að leika, hvar og hvenær hann fer fram og um hvað þau leika.
- Barnæska
- Það tímabil þegar maður er barn.
- Námsleið
- Sú leið sem er farin og þær aðferðir sem eru notaðar til þess að nemendur öðlist þekkingu, leikni og/eða færni.
- Kennsluaðferð
- Það skipulag sem kennarinn hefur á kennslu sinni, samskiptum við nemendur, viðfangsefnum og námsefni í því skyni að börnin læri það sem að er keppt.
- Raunveruleiki(Reality)
- Börn skilja raunveruleikann í gegnum leik.
- Námssvið(Field of study)
- Námsþættir eins og t.d. hreyfing, málrækt, myndsköpun, náttúra og umhverfi, tónlist og menning og samfélag o.s.frv.
Fleiri lykilorð
-
- Skilningsleysi
-
- Skynfæri
-
- Fyrirbæri
-
- Að geta sett sig í spor annarra
-
- Á sínum forsendum
-
- Athöfn/athafnir
-
- Vitsmunir
-
- Tjáning
-
- Umburðarlyndi
-
- Valdbeiting
-
- Stafrænn
-
- Hindrun