3. lota – Leikur barna

Komið þið sæl,

Í þessari lotu ætlum við að fjalla um leik barnanna.

Leikurinn gegnir mikilvægu hlutverki í leikskólastarfi. Hann uppfyllir fjölda persónulegra þarfa hjá börnum vegna þess að hann er spegilmynd af raunveruleikanum. Í gegnum leik kynnast börn heimi hinna fullorðnu.

Leikurinn, samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla, getur verið megin námsleið barna. Með leiknum fá börn tækifæri til að þekkja og skilja umhverfi sitt, tjá hugmyndir sínar, efla reynslu, sýna tilfinningar og þróa félagsleg tengsl við önnur börn. Í leiknum setja börnin fram eigin hugmyndir og læra líka að skilja hlutina frá sjónarmiði annarra. Þannig eru börnin virkir þátttakendur í lýðræðislegum athöfnum þegar þau leika sér.

Í fyrirlestrinum mínum ætla ég að kynna fyrir ykkur; hvað leikur er, hvernig flokkast hann, af hverju frjálsu leikur er megin námsleið barna og á sama tíma megin kennsluaðferð kennara.

Ég vona að fyrirlesturinn verði skemmtilegur fyrir ykkur og nýtist ykkur eftir lotunna og að þið takið eitthvað með í starfið ykkar með börnunum.

Hlakka til að vera með ykkur.

“I would give wings to the children, but I would leave the child alone so that he could learn how to fly on his own.“ 

Gabriel García Marques

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda