2. lota – Læsi í víðum skilningi
Kveikja frá Önnu Sofiu
Komið þið sæl,
Ég heiti Anna og er fædd og uppalin í Svíþjóð. Ég hef unnið sem leikskólakennari í 20 ár og starfa nú í leikskólanum Gefnarborg sem starfsmannastjóri og verkefnastjóri. Læsi er einn af sex grunnþáttum menntunar. Í gegn um árin hefur mér þótt spennandi að þróa því að vinna með læsi með börnum á leikskólaaldri. Talað er um bernskulæsi (e. emergent literacy) þegar verið er að vísa í það sem á sér stað frá fæðingu barns til 5-6 ára aldurs eða þegar formleg lestrarkennsla hefst. Einnig er verið að tala um Grunnþætti lesturs eins og þegar er unnið með hljóðkerfisvitund, umskráningu, orðaforða, hlustunar- og/eða lesskilning, ritun og lesfimi. Hér ætla ég hins vegar að leggja áherslu á að fjalla um ”Læsi í víðum skilningi”. Hvernig getum við sem vinnum með leikskólabörnum stuðlað að því að börnin verði læs á t.d. menningu, umhverfi eða samfélag? Hvaða tækifæri hafa börnin til að leika sér með tölur? Hvernig leita börnin sér þekkingar og öðlast færni? Hvernig eru samskipti barnanna og hvernig fer tjáning þeirra fram?