Skref C – Verkefni fyrir þátttakendur í leikskólunum í 1. lotu
Hér eru hugmyndir að því hvernig hægt er að vinna með efni og hugtök lotunnar í leikskólastarfinu og hvetur þátttkaendur til að spreyta sig með beinum hætti í leikskólastarfinu.
Verkefni með börnunum
- Veldu einfalda barnabók með mjög litlum texta en með skemmtilegri sögu (og myndum). Hugsaðu um og veldu stað í sögunni þar sem hægt er að láta börnin gera eitthvað og/eða segja eitthvað með þér.
- Veldu bók með góðri sögu sem börnin þekkja vel (til dæmis ævintýri). Lestu hana og spyrðu börnin: „Eigum við að leika bókina?“. Börnin (og kennari) velja sér hlutverk og staðsetningu og leikurinn getur byrjað. Skipt um hlutverk og leikið aftur.
- Veljið einfalda barnabók með mjög litlum texta og reynið að finna leið til að bæta við stefi eða hreyfingum við söguna. Hvetjið börnin til að segja með ykkur og gera með ykkur.
- Prófið að nota söguna Garnagaul sem Birte talaði um í kynningunni. PDF-skjal með sögunni hér: Garnagaul með myndum