Skref B og C – Spurningar og umræðupunktar 1. lotu
Hér eru spurningar sem tengjast efni lotunnar. Þátttakendur og mentorar hittast á litlu fundunum og ræða um spurningar fyrir fyrirlestur (skref B) og spurningar eftir fyrirlesturinn (skref C).
Við lok lotunnar mælum við með að spjalla um efni lotunnar við samstarfsfólk (skref D), t.d. segja frá hvað stendur upp úr, hvað var áhugavert, hvað þið lærðuð og heyra hvað samstarfsfólk hefur að segja um efnið.
Spurningar fyrir fyrirlestur:
- Finnst þér gaman að lesa fyrir börnin?
- Hvenær gengur það vel?
- Hvað getur verið erfitt við að lesa fyrir börnin?
- Hvað gerir þú til að halda athygli barnanna?
Spurningar eftir fyrirlestur:
-
Hvernig fannst þér fyrirlesturinn?
-
Skildir þú það sem Birte talaði um (mikið/lítið)?
-
Hvaða hugmyndir talaði Birte um?
-
Geturðu notað einhverjar hugmyndir úr fyrirlestrinum með börnunum?
- Getur þú kynnt þær fyrir einhverjum sem þú vinnur með og kannski prófað saman?
- Eru sögur og bækur frá þínu heimalandi eða bernsku sem þú gætir notað á þennan hátt? Hvaða bók eða saga?
- Segðu frá sögu eða bók frá þínu heimalandi.