1. lota – Málörvun með sögum
Hæ, ég heiti Birte og ég er frá Danmörku. Ég er leikskólakennari og fagstjóri í tónlist og ég mun segja ykkur frá því hvernig ég vinn með málörvun í gegnum sögur og söng. Þegar við erum að lesa fyrir börnin og syngja með þeim getum við gert mikið til að grípa athygli þeirra og til að fá þau til að skilja betur hvað bókin eða lagið fjalla um. Til að dýpka skilning þeirra á söngtexta getum við til dæmis gert lagið meira myndrænt eða sjónrænt, með því að nota myndir eða dót sem passa við og hjálpa okkur að muna orðin. Þegar við erum með sögustund er best að nota bækur sem við þekkjum vel og jafnvel segja söguna með eigin orðum út frá myndskreytingunum. Það er alltaf gott að láta börnin taka virkan þátt, t.d. með því að fá þau til að segja með okkur endurtekið stef eða gera hreyfingar með. Þá verður sögustundin mjög lifandi og lífleg. Annar möguleiki er að leika söguna þegar við erum búin að lesa hana. Þá velja börnin sér hlutverk og leika söguþráðinn. Þetta kalla ég: Leik að bókum.
Innihald þessarar lotu
Í þessari lotu kynni ég þrjár aðferðið til að vinna með sögur og bækur:
1) Þátttökulestur
2) Hreyfingarsögur
3) Leikur að bókum