Erfið og krefjandi hegðun barna og unglinga – Hvað er til ráða? Vorönn 2025

Menntafléttunámskeið

21. janúar

-

1. apríl

Staða
Ekki skráð/ur
Price
Free
Skráning

Erfið og krefjandi hegðun barna og unglinga – Hvað er til ráða?

Skólinn er griðastaður barnanna og mikil ábyrgð hvílir á starfsfólki skóla að hlúa að sínum nemendum til að veita þeim góð skilyrði til náms, tryggja öryggi og vellíðan. Á meðan nemendur eru í skólanum er það á ábyrgð starfsfólk að vera tilbúið að grípa inn í aðstæður ef barn sýnir t.d. af sér erfiða og/eða krefjandi hegðun í hverju svo sem hún kann að birtast t.d. sem hegðunarvandi, ofbeldi, ógn eða áhættuhegðun. Í því skyni er mikilvægt að efla starfsfólk skóla í forvörnum og fræðslu um gagnreynd úrræði og bjargráð sem henta ólíkum börnum svo þau fái notið sín sem best í sínu skólaumhverfi.

Markmið með þessu námskeiði er að auka skilning, færni og öryggi starfsfólks skóla við að takast á við erfiða og krefjandi hegðun barna innan skóla. Námskeiðið byggir annars vegar á fræðslu um fjölbreyttar áskoranir barna sem geta leitt til erfiðrar hegðunar og hins vegar á kynningu og þjálfun í viðurkenndum, gagnlegum og gagnreyndum atferlismótandi aðferðum innan skóla. Má m.a. nefna hagnýt uppeldisráð til að hvetja til jákvæðrar hegðunar, kosti kortlagningar, aðlögun umhverfis, viðbragðsáætlanir, verkferlar og agaferli. Þá verður kennurum einnig kynnt gagnleg ráð í skólastofunni t.a.m. tengd skynörvun, skynvænu rými, sjónrænu skipulagi, griðarstað, eflingu stýrifærni, félagsfærni, eflingu tengsla, hagnýtingu styrkleika og áhugasviði barna og góðum ráðum í samskiptum við foreldra.

Helstu markmið

  • Auka skilning starfsfólks í skólum á áskorunum barna og erfiðri hegðun.
  • Efla færni og öryggi starfsfólks við að takast á við hegðunarvanda.
  • Kynna gagnreyndar aðferðir til að stuðla að jákvæðri hegðun í skólastarfi.

Við lok námskeiðs geta þátttakendur:

  • Leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum í skólum og á vinnustöðum.
  • Beitt hagnýtum aðferðum til að efla jákvæða hegðun og umhverfisaðlögun.
  • Innleitt viðbragðs- og skipulagsáætlanir innan skólaumhverfis.
  • Eflt tengsla-, stýri- og samskiptafærni nemenda.

Dagsetningar

Myndband með fyrirlestri er sent út viku fyrir hverja lotu, þar sem þátttakendur geta undirbúið sig og rætt efnið í sínum skóla.

21. janúar kl. 14.30-15.30
Lota 1: Kynning og umræður

4. febrúar kl. 14.30-15.30
Lota 2: Hegðun og mikilvægi kortlagningar

18. febrúar kl. 14.30-15.30
Lota 3: Ráð til að efla tengsl, stýrifærni og samskipti við foreldra

4. mars kl. 14.30-15.30
Lota 4: Fyrirbyggjandi leiðir, viðmót starfsmanna og ábyrgð, viðbrögð við ofbeldi í skólastarfi

18. mars kl. 14.30-15.30
Lota 5: Viðbragðs- og skipulagsáætlanir

1. apríl kl. 14.30-15.30
Lota 6: Lokaskref, eftirfylgni, hvað hefur áunnist, áframhaldandi vinna og lærdómur

Umsjónaraðilar námskeiðs

Katrín R. Þorgeirsdóttir

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda