Könnun
Þ8: Skref D – Mat og ígrundun
Nú er komið að því að skoða saman hvernig kennslan gekk og hvernig nemendur brugðust við bæði viðfangsefnum og stuðningi sem þeir fengu.
Mat
- Hvað fannst ykkur ganga vel í skipulagningunni og hvaða breytingar þurfuð þið að gera á meðan á kennslunni stóð?
- Hverju mynduð þið breyta ef þið kennduð samskonar kennslustund síðar?
- Að hvaða leyti var upplifun ykkar sú sama og að hvað leyti var hún ólík?
Ígrundun og horft fram á veginn
- Hver af þremur grunnviðmiðum máleflandi stærðfræðikennslu teljið þið að hafi þróast mest við þátttöku ykkar í námskeiðinu? Af hverju teljið þið að það hafi gerst?
- Að tengja stærðfræðinám við daglegt líf – Hvernig tengduð þið tungumál stærðfræðinnar við reynslu nemenda?
- Að stuðla að virkri málnotkun – Á hvaða hátt leyfðuð þið nemendum ykkar að hafa samskipti og miðla stærðfræðilegu efni bæði munnlega og skriflega?
- Að veita stuðning við notkun tungumálsins – Hvernig styðjið þið nemendur við að ná góðum skilningi í stærðfræði en leiðið þá ekki bara í gegnum tímabundnar áskoranir?
- Hver af grunnviðmiðunum þremur viljið þið halda áfram að vinna sérstaklega með? Hvernig getið þið gert það?
- Hverja teljið þið vera stærstu hindrunina við að vinna meira með máleflandi stærðfræðikennslu?
Skrifið niður sameiginlegar hugleiðingar ykkar.