Könnun
Þ7: Skref D – Mat og ígrundun
Nú er komið að því að skoða saman hvernig kennslan gekk og hvernig nemendur brugðust við bæði viðfangsefnum og stuðningi sem þeir fengu.
Mat
Þið skulið byrja á að ræða saman um reynslu ykkar af kennslustundinni sem þið kennduð.
- Hvaða reynslu fenguð þið af að veita nemendahópum stuðning og að veita einstaka nemendum stuðning?
- Nefnið dæmi um spurningar sem þið vörpuðuð fram í kennslustundinni og hvenær þið völduð að gefa upplýsingar.
- Hvers konar annar gagnlegur stuðningur teljið þið að hafi verið veittur í kennslustundum ykkar?
- Hvað er sameiginlegt við reynslu ykkar í kennslustundinni og hvað er ólíkt?
Ígrundun
- Hvað getið þið lært af reynslu hvers annars?
- Á hvern hátt getið þið nýtt leiðir og verkfæri til að veita nemendum stuðning við að ná tökum á tungumáli stærðfræðinnar í framtíðinni?
Skráið í dagbókina sameiginlegar hugleiðingar ykkar.