Lestur á yngsta stigi grunnskóla – Vorönn 2025

Menntafléttunámskeið

21. janúar

-

1. apríl 2024

Staða
Ekki skráð/ur
Price
Free
Skráning

Lestur á yngsta stigi grunnskóla

Á námskeiðinu Lestur á yngsta stigi grunnskóla verður fjallað um lestrarkennslu út frá áherslum aðalnámskrár í íslensku: á talað mál, hlustun og áhorf, á lestur og bókmenntir, á ritun og á málfræði. Auk þess verður leitast við að skoða hvaða grunn að læsi leikskólinn veitir, hvernig mat á læsi fer fram í leikskólum og hvernig grunnskólinn getur nýtt sér það mat sem grunn að skipulagi á námi og kennslu í upphafi lestrarnámsins.

Fjallað verður um nokkrar kennsluaðferðir og verður lögð áhersla á að skoða hvernig má best mæla árangur og framfarir nemenda í lestrarnáminu og hvernig kennarar geta nýtt sér matið til að gera breytingar á kennslunni. Þá verður einnig fjallað um samstarf við heimilin, fræðslu um heimanám og hvaða leiðir er hægt að fara til að einstaklingsmiða heimanám.

Námskeiðið byggist á sex þróunarhringjum og í hverjum þróunarhring er unnið með afmarkaðan þátt læsis. Loturnar eru kenndar frá klukkan 14:15-15:45.

Lota 1: Grunnur að læsi – 21. janúar
Lota 2: Hljóðavinna og lesfimi – 4. febrúar
Lota 3: Lesskilningur og bókmenntir – 18. febrúar
Lota 4: Talað mál, hlustun og áhorf – 4. mars
Lota 5: Ritun og málfræði – 18. mars
Lota 6: Samstarf við heimilin – 1. apríl

Við lok námskeiðs geta þátttakendur:

    • leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum í skólum og á vinnustöðum.

    • rýnt í hvernig niðurstöður skimana úr leikskóla eru nýttar í þeim skólum sem þeir starfa í og gert áætlun um hvernig kennarar geta nýtt gögnin til að skipuleggja kennsluna í upphafi 1. bekkjar.

    • skoðað afmarkaða þætti læsis í tengslum við aðalnámskrá grunnskóla.

    • fengið fræðslu um lestrarkennsluaðferðir þar sem sjónum er annars vegar beint að lesfimi og hins vegar lesskilningi.

    • aflað sér þekkingar á tengslum skriftar, fingrasetningar og ritunar.

    • öðlast skilning á mikilvægi þess að mæla árangur og meta framfarir nemenda á afmörkuðum tímabilum.

    • lagt drög að einstaklingsmiðuðu heimanámi.

Umsjónaraðilar námskeiðs

Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda