Deildarstjórinn sem faglegur leiðtogi í leikskólastarfi

Menntafléttunámskeið

24. september

-

20. mars

Staða
Ekki skráð/ur
Price
Free
Skráning

Deildarstjórinn sem faglegur leiðtogi í leikskólastarfi

Síðasti dagur til að skrá sig er 22. september.

Markmið námskeiðsins er að styðja deildarstjóra í leikskólum við að efla hæfni sína sem faglegur leiðtogi. Námskeiðið er hagnýtt og sniðið að þörfum starfandi deildarstjóra og taka umfjöllunarefni mið af daglegum viðfangsefnum leikskólans. Rætt verður um hvað skiptir máli við að leiða starf á deild og hvað hafa þarf í huga til að samstarf og samvinna geti verið með virkum og skapandi hætti. Einnig verður komið inn á tímastjórnun og innlegg deildarstjóra í því að gera deildarstarfið markvissara, hvað varðar foreldrasamvinnu, starfsmannamál og utanumhald verkefna.

Við lok námskeiðs geta þátttakendur

  • Leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum í skólum og á vinnustöðum.
  • Tileinkað sér hæfni til að styrkja samvinnu innan deilda.
  • Lagt mat á skipulag og nýtingu tíma í leikskólastarfi.
  • Nýtt skráningar til mats og endurbóta í starfi með börnum.
  • Stuðlað að öflugu samstarfi við foreldra og annað fagólk innan og utan skóla.


Fyrir hverja er námskeiðið og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar?

Námskeiðið er fyrir starfandi deildarstjóra í leikskólum. Reynslan hefur sýnt fram á að farsælt sé að fleiri en einn þátttakandi sé frá hverjum skóla/stofnun, en það er þó ekki skilyrði.

Eindregið er hvatt til þess að þátttakendur séu í samráði við sína stjórnendur um þátttöku á námskeiðinu. Með því eru stjórnendur meðvitaðir um og samábyrgir um að styðja við þróun námssamfélaga innan sinna stofnana. Hér er myndband sem lýsir mikilvægu hlutverki stjórnenda sem eiga þátttakendur á Menntafléttunámskeiðum og hér er texti sem lýsir þeim skilyrðum sem verða að vera til staðar í skóla þar sem námssamfélög blómstra.

Umsjónaraðilar námskeiðs

Íris Hrönn Kristinsdóttir

Leikskólakennari og ráðgjafi hjá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri

Inda Björk Gunnarsdóttir

Skólastjóri á Kiðagili

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda