Nýr vefur Menntafléttu hefur verið í undirbúningi og smíðum frá því snemma á þessu ári. Um þessar mundir er vefurinn að taka á sig mynd og stefnt er að því að hann verði tilbúinn til notkunar í lok ágúst. Nú þegar höfum við opnað fyrir skráningu í gegnum nýja vefinn þó ekki sé hægt að nálgast innihald námskeiðanna alveg strax. Kennd námskeið Menntafléttu verða með sitt efni staðsett á nýja vefnum en kennslan mun áfram fara fram á Zoom. Opnu Menntafléttunámskeiðin verða opin öllum og allt efni verður staðsett á vefnum. Þannig geta þátttakendur stjórnað hraða námskeiðsins fyrir sig sjálf og lesið og horft á efni lotanna þegar þeim hentar. Við vonum að þið hjálpið okkur að láta orðið berast um nýjan vef. Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við Katrínu Valdísi deildarstjóra starfsþróunar á Menntavísindasviði Háskóla Íslands í tölvupóst á ey@hi.is.