Þ12: Skref D – Mat og ígrundun

Nú er námskeiðinu um stærðfræði í leikskólum nánast lokið. Í þessum 12 þróunarhringjum hefur verið unnið með viðfangsefni Alans Bishops á fjölbreyttan hátt. Aðalmarkmiðið er að þið sem vinnið í leikskólanum dýpkið skilning ykkar á því hvað stærðfræðileg viðfangsefni eru þannig að þið getið meðvitað undirbúið, framkvæmt og fylgt því eftir að þróa getu barnanna til að taka virkan þátt í stærðfræðilegum viðfangsefnum.

Umræður

Berið saman ígrundun ykkar þegar þið lásuð greinina Stærðfræðileg viðfangsefni í þessum þróunarhring og í þróunarhring 1:
    • Sjáið þið mun á viðhorfi ykkar til stærðfræðinnar í leikskólanum?
    • Hafa orðið breytingar á kennslufræðilegri sýn ykkar?
    • Getið þið séð mun á þeim kennslustundum sem þið skráðuð, hvernig þið skráðuð þær og þátttöku barnanna í skráningunni?

Ígrundun

Annað markmið með starfsþróun er að eiga námssamfélag með samstarfsfélögum, sem gefur bæði ykkur sjálfum og starfseminni tækifæri til að þróast. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að hægt sé að halda þessari þróun áfram, jafnvel þó að námskeiðinu ljúki?

Skráning

Skrifið niður það sem er efst í huga ykkar og:
    • Dragið saman reynslu og lærdóm af námskeiðinu.
    • Lýsið því sem ykkur finnst mikilvægt að þróa áfram.
    • Lýsið hvernig þið sjálf sjáið fyrir ykkur að halda slíku þróunarstarfi áfram.
Skipuleggið gjarnan fund með leikskólastjóranum þar sem þið lýsið reynslu ykkar af námskeiðinu og leggið fram tillögur að áframhaldi starfsþróun.

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda