Spurningar og umræðupunktar í 8. lotu
Hér eru spurningar og umræðupunktar sem tengjast efni lotunnar.
Spurningar fyrir fyrirlestur:
1. Hefur þú persónulega reynslu sem foreldri í leikskóla á Íslandi?
Ef já, hvernig var þín reynsla? Hvað var gott og hvað mætti gera betur?
2. Eru erlendir foreldrar í þínum leikskóla?
Ef já, hvernig ganga samskiptin við erlendu foreldrana? Á hvaða tungumáli fara samskiptin fram?
3. Hvernig finnst þér samstarfið við foreldra barna í leikskólanum þínum almennt?
4. Eru erlendir foreldrar að sækja viðburði í leikskólanum?
Ef ekki, hvað heldur þú, hvers vegna gerist það?
5. Hvaða aðlögunarform er notast við í þínum leikskóla?
Spurningar eftir fyrirlestur
1. Lærðir þú eitthvað nýtt í lotunni/fyrirlestrinum? Ef svo var, hvað vissir þú ekki eða hvað lærðir þú nýtt.
2. Kom eitthvað á óvart? Ef svo er, hvað kom á óvart.
3. Ræðið við mentor og samstarfsfólk um aðlögunarferlið í ykkar leikskóla:
a) hvernig finnst ykkur aðlögunin í ykkar leikskóla?
b) er eitthvað sem ykkur finnst að mætti breyta?
4. Hvernig gengur erlendum foreldrum í aðlögunarferlinu?
5. Hvernig eru upplýsingar almennt til erlendra foreldra (skýrar, óskýrar, á hvaða tungumáli, vantar eitthvað …)
6. Hvað vantaði í fyrirlesturinn/lotuna?
Mundu að: “Meistarinn var einu sinni byrjandi!” Gangi þér vel í framtíðinni!!!