Verkefni fyrir þátttakendur í leikskólunum í 4. lotu

Hér eru hugmyndir um hvernig hægt er að vinna með efni og hugtök lotunnar í leikskólastarfinu. Þetta gætu verið hugmyndir um samverustund, þemastarf, samræður í útiveru eða hvaðeina sem hvetur þátttakendur til að spreyta sig á þema lotunnar með beinum hætti í leikskólastarfinu.

  1. Allir þurfið að fylla út sjálfsmat eða „fordómapróf“ (því miður er prófið bara aðgengilegt á ensku) sem er að finna á hlekk hér: fordómapróf   
  2. Þið eigið að velja a.m.k. eitt af fimm verkefnum hér fyrir neðan og framkvæma þau með börnum.

Í íslenskutímanum 28. og 29.  janúar eigið þið að segja frá:

Hópar 1, 2 og 3

  1. Tókst þú fordómaprófið? Hvernig fannst þér fordómaprófið? (erfitt/létt, mikilvægt/ekki mikilvægt, áhugavert/ekki áhugavert).
  2. Hvaða fjölmenningarverkefni valdir þú og hvernig gekk að vinna verkefnið?
  3. Ertu með einhverjar hugmyndir um leik eða verkefni sem fjalla um fjölbreytileika eða fjölmenningu?

Hópar 4 og 5

  1. Tókst þú fordómaprófið? Var eitthvað sem kom þér á óvart þegar þú tókst prófið?
  2. Hvaða fjölmenningarverkefni valdir þú og af hverju?
  3. Hvernig gekk að vinna með fjölmenningu eða fjölbreytileika í verkefninu?
  4. Ertu með einhverjar hugmyndir um leik eða verkefni sem fjalla um samvinnu og að læra um menningarlegan fjölbreytileika?

Verkefni með börnunum:

5 hugmyndir af verkefnum sem eru fjölmenningarlega tengd og/eða bæta samvinnu milli barna með ólíkan bakgrunnum

1.     Skóli um allan heim

Aldursmörk: frá þriggja ára

Markmið: Þetta er frábær leið til að stuðla að því að börn kynnist hlutum sem er líkir og/eða ólíkir því sem þau þekkja. Þannig geta börnin sjálfkrafa tengst reynslu barna um allan heim.

Börn hafa áhuga á að læra meira um krakka á sama aldri, þar á meðal hvernig skólinn lítur út í öðrum löndum. Settu upp „skóla“ svæði einhvers staðar á deildinni. Bættu við myndum, bókum, myndböndum og öðrum verkefnum sem sýna nemendur skólann í öðrum löndum og annarra barna og skólamenningu. Hægt er líka að nota samverustundir og hópastarf til að skapa umræður og kynna efnið.

Hvetja til umræðu um skóla í öðrum löndum með því að spyrja spurninga eins og: „Hvernig komast börnin í skólann?“ og „Hvað borða þau í hádeginu?“ „Hvað eru börn að gera í leikskólanum/í landinu/í þorpinu/í borginni?“ „Hvaða leikföng eru börnin að nota?“ „Hvað eru börnin að læra í skólanum?“ Spyrja opinna spurninga varðandi hvað þeim finnst um efnið, hvernig þau túlka hluti sem er bæði líkir og ólíkir því sem þau þekkja.

Leiða börnin svo í hlutverka- eða kubbaleik (t.d. einningakubba eða hólakubba) og skrá niður hvað börn gera og segja um þeirra upplifun af skólum annars staðar í heiminum:

Dæmi um bækur til að styðja við:

“Bréf frá Fleix” eftir Annetta Langen/Constanza Droop

“Emmu finnst gaman í leikskólanum” eftir Gunilla Wolde

“Vikan mín” eftir Janik Coat og Bernard Duisit

“Tinna fer í leikskólann” eftir Berlind Birgisdóttir og Tuly Akter

“Lestu sögu á 5 mínútum -Vampíruskólinn” eftir Febe Sillani

“Lillaló, Leiðist þér?” eftir Rocio Bonilla

“Svona tala ég” eftir Helen Cova

 

2.   Keðjuleikur

Markmið: Þessi leikur er einföld og skemmtileg leið til að uppgötva að við eigum margt sameiginlegt með öðrum. Stundum kemur það þátttakendum alveg á óvart með hverjum þau eiga eitthvað sameiginlegt.

Aldursmörk: frá þriggja ára

Leiklýsing: Kennarinn hugsar sér eitthvert einkenni eða eiginleika og kallar það upphátt yfir hópinn. Börnin ganga um herbergið og finna önnur börn sem finnst það sama um sig eða hafa sama einkenni.

Dæmi: Kennarinn kallar: Uppáhaldslitur. Börnin ganga um og segja upphátt uppáhaldslitinn sinn og krækja saman höndum við þau sem eiga sama uppáhaldslit. Síðan kallar kennarinn upp annað einkenni, t.d. það sem er skemmtilegt að gera í skólanum. Þá slitna keðjurnar og nýjar myndast.

Dæmi um einkenni; geta í raun verið hvað sem er, uppáhaldsdýr, -matur, hvernig þau komu í skólann, gæludýr, föt og augnlitur svo fátt eitt sé nefnt.

Heimild: Guðrún Pétursdóttir (2003). Allir geta eitthvað, enginn getur allt: Fjölmenningarleg kennsla frá leikskóla til framhaldsskóla. Reykjavík: Hólar.

3.     Vegabréfaferðamenn

Aldursmörk: frá amk fjögurra ára aldri

Markmið: að hjálpa börnum að skilja að þó að við komum öll úr ýmsum áttum erum við öll í rauninni eins. Þau læra líka að fjölbreytileiki er allt í kringum þau, jafnvel í kennslustofunni.

Þetta skemmtilega verkefni gerir börnum kleift að verða „heimsferðamenn“ og kynnir fyrir þeim fjölbreyttan bakgrunn skólafélaga sinna. Talaðu fyrst við foreldra og börn í leikskólanum þínum til að safna upplýsingum um bakgrunn þeirra og hvers kyns menningarhefðir sem eru mikilvægar fyrir þau. Láttu síðan börnin búa til sín eigin vegabréf fyrir komandi „heimsferð“.

Börnin skiptast á að deila hvaðan þau eru. Hvetjið börn til að koma með leikmuni eins og myndir, uppáhaldssnakk eða fána lands síns. Börn „heimsækja“ hvert annað til að læra um menningu annarra.

Áður en leikurinn (heimsóknirnar) fer fram þurfa allir í hópnum að búa til vegabréf sem inniheldur grunnupplýsingar (það sem börn telja að einkenni þau) og teikna sjálfsmynd í vegabréfinu. Leikurinn snýst um það að allir vinni sér inn nýjan vegabréfsstimpil fyrir hvert land sem þeir „heimsækja“.

Ef hópurinn þinn er ekki fjölbreyttur (með tilliti til mismunandi þjóðerna eða landa í heiminum), mæli ég með að leyfa börnunum að velja lönd af kortinu og hjálpa þeim að finna upplýsingar um viðkomandi land.

4.     Þrautin (puzzle)

Aldursmörk: frá amk fjögurra ára aldri

Markmið: að efla samvinnu og teymishæfileika  til að búa til og setja púsluspil rétt saman.

Það sem þú þarft að undirbúa:

    • Eitt blað fyrir hvern nemanda

      • Litir (tússliti, tréliti, vaxliti)

      • Skæri

      • Ein mynd sem hefur alls konar smáatriði

    Hvernig á að framkvæma: Fyrir þetta verkefni þarf kennarinn fyrst að klippa einhvers konar mynd í „púslubita“. (Myndin þarf að vera stór, t.d. A3). Þið klippið einn púslbita fyrir hvert barn í hópnum. Síðan eiga börn að fá einn púslbút og stórt blað. Hvert barn klippir stóra pappírsbútinn í sama form og upprunalegi púslbúturinn, en hann ætti að vera fimm sinnum stærri. Síðan munu þeir nota liti til að teikna hluti úr púsluspilinu og reyna að láta þá líta eins út og sá upprunalegi.

    Þegar allir eru búnir að búa til púslbúta, reyna allir að setja saman púslið á ný. Börnin þurfa að hjálpast að og kalla upp púslbitana sína. Þau fá ekki að sjá upprunalegu myndina sem var klippt niður. Þegar þau telja sig hafa klárað púslin sýnir kennarinn þeim upprunalegu myndina. Ef púslin eru ekki „rétt“ fara þau aftur af stað til að klára púslið og hjálpast að. Stundum þarf að teikna ákveðna púslabúta aftur.

    Hvetja börnin til að rýna í styrkleika hvers og eins, deila ábyrgð, leysa ágreininga og hjálpa hvert öðru.

    5. Skref fyrir skref skúlptúr

    Aldursmörk: frá fimm ára

    Markmið: efla hæfni í að vinna saman og stuðla að skilningi á því að allir geta eitthvað og allar hugmyndir eru jafngildar þó að þær séu ólíkar.

    Þið ákveðið einn hlut (til dæmis farartæki, dýr, byggingu, manneskju og svo framvegis) sem hópurinn mun búa til með leir eða deigi eða efni sem hentar. Hópurinn ákveður líka hvað þarf að móta/gera til að búa til þennan hlut. Sömuleiðis ákveðið þið hver framleiðir hvaða hlut. Hvert barn fær klump af leikdegi (leir). Hlutverk þitt er að hvetja alla til að nota hugmyndir sínar út frá fyrri þekkingu sinni, þar á meðal menningarlegum skilningi á hlutnum. Börnin eru hvött til að hjálpa hvert öðru. Þegar allir hafa lokið við sinn þátt vinnið þið saman að því að byggja upp lokaafurðina.
    Þá er leikdeig bakað, eða ef þið erum með sjálfþornandi leir, lætur hann þorna.
    Á meðan börnin eru að vinna skráir þú niður ferlið, jafnvel tekur þú myndir af öllu sem þau segja um hlutinn. Næst er að ganga frá skúlptúrnum/hlutnum með því að mála og skreyta hann og hvetja börnin aftur til að nota menningarlegar hugmyndir sínar og reynslu.

    Lokaskrefið er að búa til sögu annaðhvort um ferlið við að búa til hlutinn eða sögu um hlutinn sjálfan og hvetja börnin til að deila hugmyndum og menningu, reynslu og bakgrunni sem grunni sögunnar.

    Athugið að þetta eru hugmyndir og dæmi um fjölmenningarleg verkefni. Þátttakendur og mentorar geta aðlagað verkefnin að aldri, börnum og aðstæðum eins og hentar.

     

    Innskráning

    Ekki með aðgang?

    Skráðu þig, það kostar ekkert!

    Hafa samband

    Uppfæra notanda

    Uppfæra notanda