Skref B og C – Spurningar og umræðupuntar í 2. lotu
Hér eru spurningar og umræðupunktar sem tengjast efni lotunnar.
Spurningar fyrir fyrirlestur:
- Hver eru skilningarvitin 5?
- Hvað gera börnin til að tjá sig og eiga samskipti?
- Hvað er læsi?
- Hvað er bernskulæsi?
- Hvað er læsi í víðum skilningi?
- Hvernig er unnið með læsi í víðum skilningi í skólanum mínum?
Aðalnámskrá leikskóla: Hér getur verið gott að lesa um “Læsi” í 2. kaflanum: Almenn menntun og um “Læsi – samskipti” í 9. kaflanum Leikur í samþættu og skapandi skólastarfi
Spurningar og umræður eftir fyrirlestur:
Spurningar eftir fyrirlestur
- Hvernig er hægt að vinna með (hvað er hægt að gera til að æfa); umhverfislæsi, samfélagslæsi, menningarlæsi, talnalæsi, stafrænt læsi, heilsulæsi, tilfinningalæsi?
- Hvernig tjá börnin sig og hvað nota börnin til að tjá sig?
- Hefur þú farið í vettvangsferð með börnin og þá hvert hefur þú farið?
- Eru vettvangsferðir góð leið til að efla umhverfis-, samfélags-, og menningarlæsi? Af hverju/af hverju ekki?
- Hvaða staðir eða fólk eru nálægt leikskólanum þínum sem hægt er að fara í vettvangsferð með börnin?
Erfiðar spurningar – valfrjálst
- Hvernig þróa börnin læsi í víðum skilningi (sbr. t.d. umhverfislæsi, samfélagslæsi, menningarlæsi, talnalæsi, stafrænt læsi, heilsulæsi, tilfinningalæsi).
- Hvaða ólíku leiðir og margvíslega tækni nota börnin til að nálgast upplýsingar og setja fram hugmyndir?
- Hvernig tjá börnin sig með fjölbreyttum hætti og með ólíkum efniviði?
- Hvernig geta börnin endurskapað upplifun sína og reynslu í leik og skapandi starfi?