Menntafléttan

Rauði þráður Menntafléttunnar er að styðja við að námssamfélög blómstri á vinnustöðum þátttakenda, gefa þátttakendum tækifæri til að víkka út tengslanet sitt og nýta menntarannsóknir og jafningjastuðning til að efla eigið starf.

Menntafléttunámskeiðin eru miðuð við að hópur samstarfsfólks vinni saman að þróun kennslu- og starfshátta á vinnustað. Námskeið eru kennd í nokkrum lotum (oftast eru loturnar 6) sem dreifast jafnt yfir veturinn. Hver samstarfshópur velur sér 1-2 leiðtoga sem mæta í lotur.  

Allt efni er aðgengilegt á vef Menntafléttunnar. Efni hvers þróunarhrings opnast eftir því sem líður á námskeiðin.

Megináhersla Menntafléttunnar er að styðja við kennara, starfsfólk á vettvangi frítímans og fagfólk sem starfar við menntun við að efla námssamfélög og umræðu um kennsluhættir. Miðað er við að samstarfshópar taki þátt í námskeiðinu saman og nýti lesefni og myndefni í umræðum um starfið. Viðfangsefnin námskeiðanna eru fest í sessi með því þátttakendur fylgja einföldum þróunarhring í fjórum skrefum.

Hverjum þróunarhring fylgja námsgögn fyrir námssamfélögin til að nýta. Þar er að finna stuttar fræðigreinar um inntak námskeiðsins, bæði um viðfangsefni þess og leiðir í kennslu. Oft eru einnig stutt myndskeið úr starfi eða kennslumyndbönd um afmörkuð efni. Settar eru fram tillögur að verkefnum til að vinna með börnum og unglingum.

Gert er ráð fyrir að leiðtogar mæti í rauntíma og fer lota alla jafna fram á netinu. Í fyrstu lotu er yfirleitt er byrjað á kynningu á námskeiðinu, inntaki þess og áherslum, vinnubrögðum og hlutverki leiðtoga. Þá fá þeir kynningu á námsefninu, lesefni, myndefni og tillögum að viðfangefnum og stuðning við að leiða næsta þróunarhring. Í lotum Menntafléttunnar verður einnig til vettvangur til samtals milli leiðtoga þvert á skóla, stofnanir og landsvæði.

Markmið og inntak námskeiðsins þurfa að falla að markmiðum viðkomandi stofnunar og hugmyndum um áherslur í starfsþróun. Til þess að þátttaka í námskeiðum Menntafléttunnar skili sér í frjóu og skapandi starfi þarf að tryggja starfsfólki tíma og rými til þátttöku. Þar reynir á að stjórnendur styðji við og setji þátttöku starfsfólksins í forgang.

Á hverju Menntafléttunámskeiði er lögð áhersla á að flétta viðfangsefnið saman við daglegt starf þátttakenda. Raunar er lagt upp með að þátttakendur velji námskeið sem tengist því sem er í deiglunni í viðkomandi skóla eða menntastofnun. Á námskeiðunum eru kynnt til sögunnar verkfæri og kveikjur sem tengjast því að styðja við þróun námssamfélags og verkfæri tengd viðfangsefnum námskeiðsins.

Námskeiðin ná yfir skólaárið og byggja yfirleitt á fjórum til sex lotum, sem alla jafna fara fram á neti og henta því öllum skólum.

    Yfirlit námskeiða 2023–2024

Á námskeiðum Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um þróun breyttra kennslu- og starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:

 

Skref A: Þátttakendur lesa, horfa á myndbönd og ígrunda spurningar.
Skref B: Þátttakendur ræða saman um efnið og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur vinna samkvæmt áætlun og skrá hjá sér athuganir sínar.
Skref D: Umræður um þætti sem vöktu þátttakendur til umhugsunar í vinnunni með börnum og ungmennum.

Menntafléttunámskeiðin eru starfsþróunarnámskeið fyrir starfandi kennara og starfsfólk á vettvangi frítímans. Þau byggja á samstarfi samstarfsfólks á vettvangi yfir ákveðið tímabil eða eitt skólaár. Yfirleitt er einn kennari eða starfsmaður fenginn til að halda utan um samstarfið og er þá leiðtogi meðal jafningja. Talað er um að kennarar séu að efla námssamfélag sitt þegar þeir vinna saman í teymum með það að markmiði að efla sig sem fagmenn, nemendum sínum til hagsbóta. Það sama á við um starfsfólk á vettvangi frítímans.

Í myndböndunum er annars vegar sagt frá hlutverki leiðtoga og vinnuferli Menntafléttunámskeiða og hins vegar er sagt frá hvað einkennir námssamfélög.

Hlutverk leiðtoga

Guðríður Sveinsdóttir kennari við Giljaskóla á Akureyri hefur verið leiðtogi á Menntafléttunámskeiði. Í myndbandinu segir hún hvað felst í því hlutverki og hvað leiðtogi þarf sérstaklega að hafa í huga þegar unnið er eftir þróunarhring Menntafléttunnar við að efla námssamfélag kennara í skólanum.

Námssamfélag

Birna María Svanbjörnsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri er einn helsti fræðimaður okkar um námssamfélög. Í myndbandinu skilgreinir hún hugtakið námssamfélag og hvað þarf að vera til staðar til að þróa námssamfélög í skólum.

Námskeið í boði
Dropdown skólastig
Dropdown

Deildarstjórinn sem faglegur leiðtogi í leikskólastarfi

Leikskóli

Kennarinn sem rannsakandi

Öll skólastig

Magnskilningur leikskólabarna

Leikskóli

Fjölbreytileiki, fjölmenning og fjöltyngi

Grunnskóli og framhaldsskóli

Fjölbreytileiki og farsæld í skólastarfi

Grunnskóli - Öll stig

Leiðsagnarnám – fyrstu skrefin

Öll skólastig

Talna- og aðgerðaskilningur fyrir yngsta stig

Grunnskóli - Yngsta stig

Fyrstu skrefin í leikskólanum

Leikskóli

Íslenskuþorp í leikskólum um land allt

Leikskóli

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda