Könnun
Þ6: Skref D – Mat og ígrundun
Á samstarfsfundi þínum og samkennara farið þið yfir hvernig kennslustundin þar sem nemendur unnu með hugarkort gekk.
Mat
- Hvaða tjáningarform gátu nemendur notað í hugarkortunum?
- Nefnið dæmi um óformlegt og formlegt tungumál stærðfræðinnar sem nemendur notuðu í hugarkortunum.
- Gátuð þið séð einhverja þróun hjá nemendum? Notuðu þeir það tungumál stærðfræðinnar og þann framsetningarmáta í stærðfræði sem þið bjuggust við? Hefðuð þið þurft að skipuleggja kennslustundina á annan hátt?
Ígrundun
- Hverju mynduð þið breyta ef þið kennduð sömu kennslustund aftur? Það gæti til dæmis verið skipting nemenda í hópa, val á hugtaki eða orðasambandi og tjáningarformin sem þið völduð.
- Hvaða kosti og galla getið þið séð við að nota hugarkort sem verkfæri til að stuðla að því að nemendur noti fjölbreyttari leiðir í stærðfræðinámi og til að auka samskiptafærni þeirra?
Skrifið sameiginlegar hugleiðingar ykkar í dagbókina.