Nýliðar í kennslu
Menntafléttunámskeið
september
-
mars
Staða
Ekki skráð/ur
Price
Free
Skráning
Lýsing
Þróunarhringur
Sækja um ráðgjöf
Dagskrá
Um námskeiðið
Námsskeiðið er hugsað fyrir kennara sem eru að stíga sín fyrstu skref í kennslu og markmiðið því með námskeiðinu að styðja við þátttakendur í því ferli. Nýliðar teljast þeir sem hafa unnið í fimm ár eða skemur. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að fara yfir helstu verkefni og áskoranir sem bíða nýrra kennara. Námskeiðið er hugsað sem námssamfélag þar sem þátttakendur fá verkefni og hugmyndir til að nýta í eigin kennslu ásamt því að geta deilt eigin hugmyndum og reynslu.
Við lok námskeiðs hafa þátttakendur vonandi öðlast dýpri skilning og sjálfsöryggi tengt starfi sínu og starfsumhverfi.
Kennari
Andri Rafn Ottesen grunnskólakennari við Garðaskóla hefur umsjón með námskeiðinu. Andri Rafn lauk B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði vorið 2016 frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands og M.Ed.-gráðu vorið 2018 frá sama skóla. Hann hefur undanfarin ár skoðað stöðu karla í kennslu og leiðsögn við nýliða ásamt því að hafa beitt sér fyrir framgangi hugmynda um kandidatsár fyrir nýbrautskráða kennara.
Skipulag námskeiðs
Vika | Þema | Lýsing |
Þróunarhringur 1 Lota 24. september 14:30-16:00 | Inngangur að kennslu | Kynning á námskeiði, hlutverk kennara, námskenningar, námsumhverfi. |
Þróunarhringur 2 Lota 29. október 14:30-16:00 | Kennsluaðferðir og endurgjöf | Fjölbreyttar kennsluaðferðir, námsstílar, leiðir til mats, endurgjöf, aðalnámskrá. |
Þróunarhringur 3 Lota 26. nóvember 14:30-16:00 | Nemendur og skólastofan | Bekkjarandi, reglur, hegðun, agamál, jákvætt námsumhverfi. Gestakennari: Soffía Ámundadóttir |
Þróunarhringur 4 Lota 28. janúar 14:30-16:00 | Samskipti og fagmennska | Foreldrasamskipti, siðareglur, teymiskennsla. Gestakennari: Elsa Eiríksdóttir |
Þróunarhringur 5 Lota 25. febrúar 14:30-16:00 | Tækni, fjölbreytileiki og áskoranir | Gervigreindin, stafræn kennsla, fjölmenning, áskoranir. |
Þróunarhringur 6 Lota 25. mars 14:30-16:00 | Sjálfsrækt og framhaldið | Samantekt á námskeiði, eftirfylgni, sjálfsrækt, áframhaldandi vinna. |
Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.

Þátttakendum á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar stendur til boða að fá ráðgjöf og stuðning um hvernig best er að koma sér af stað við að vinna efni hvers námskeiðs. Jafnframt fá þeir kynningu á þeirri hugmyndafræði sem námskeið Menntafléttunnar byggja á.
Ráðgjöfin verður sniðin að þörfum þeirra sem sækja um hana og verður án endurgjalds skólaárið 2024-2025.
Sótt er um ráðgjöf á vefsvæði hvers námskeiðs fyrir sig.
Mælt er með að þátttakendur á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar sæki um ráðgjöf til að koma sér af stað við að vinna efni námskeiðsins.
Í kjölfarið fá þeir póst frá sérfræðingi Menntafléttunnar.
Námskeiðið er kennt síðasta miðvikudag í hverjum mánuði frá klukkan 14:30-16:00
24. september
29. október
26. nóvember
28. janúar
25. febrúar
25. mars
Umsjónaraðilar námskeiðs
Andri Rafn Ottesen
Andri Rafn Ottesen