Skráðu þig í þetta námskeið til að fá aðgang. You don't currently have access to this contentYou don't currently have access to this contentYou don't currently have access to this contentYou don't currently have access to this content

Greindu betur- samþætting stærðfræði, tölfræði og samfélagsgreina

Námskeið í Opnu Menntafléttunni

Staða
Ekki skráð/ur
Price
Free
Skráning

Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur, námssamfélög þeirra og teymi í nýtingu gagna og gagnagrunna í kennslu ólíkra greina. Rauður þráður í nálgun námskeiðsins er að vinna með lykilhæfniþættina; tjáningu og miðlun, gagnrýna hugsun og nýtingu miðla og upplýsinga.

Í hagtölum og opinberum gagnagrunnum er mikið magn tölulegra upplýsinga um samfélagið sem nýta má í skólastarfi. Miðlun og notkun hagtalna og hlutlausra tölfræðiupplýsinga stuðla að upplýstri þjóðfélagsumræðu, gagnrýnni hugsun og eru grundvöllur lýðræðislegra ákvarðana. Hagtölur, gögn og gagnagrunnar eru vannýtt verkfæri í námi og kennslu, verkfæri sem bjóða upp á fjölbreytta nálgun í ólíkum faggreinum.

Á námskeiðinu verður fjallað um helstu hugtök sem tengjast nýtingu gagna og gagnaúrvinnslu, möguleika við nýtingu á opinberum gögnum og helstu gagnagrunna. Viðfangsefni námskeiðsins snerta kennslu í samfélagsfræði, félagsgreinum, stærðfræði, tölfræði, hagfræði sem og náttúrufræðigreinum. Þátttakendur kynnast verkfærum, nálgun og leiðum til að þróa eigin kennslu með notkun opinberra sem og alþjóðlegra hagtalna og gagnagrunna.

Við lok námskeiðs geta þátttakendur

  • Leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum um viðfangsefni námskeiðsins.
  • Metið ólík gögn og gagnagrunna og ýtt undir forvitni nemenda um notkun þeirra.
  • Nýtt tölfræði og opinberar hagtölur fyrir nýsköpun í námi og kennslu
  • Beitt fjölbreyttum og hagnýtum verkfærum til að efla tjáningu, miðlun og upplýsingalæsi nemenda
  • Skoðað með gagnrýnu hugarfari með nemendum sínum hvaða hlutverki gögn þjóna á ólíkum sviðum samfélagsins
  • Þekkt og fjallað um gæði rannsókna og hvernig má nýta- og misnota rannsóknarniðurstöður

Umsjónaraðilar námskeiðs

Víðir Þórarinsson

stærðfræðikennari í Kársnesskóla

Anna Hera Björnsdóttir

Stærðfræðikennari í Versló
April
MonTueWedThuFriSatSun
311234567891011121314151617181920212223242526272829301234567891011