- Menntafléttan
Námssamfélög í skóla- og frístundastarfi
Menntafléttan eru námskeið fyrir kennara, starfsfólk á vettvangi frítímans og fagfólk sem starfar við menntun. Rauður þráður hennar er að styðja við að námssamfélög blómstri á vinnustöðum þátttakenda.
Öll námskeið Menntafléttu eru þeim, sem starfa í skóla- og frístundastarfi og þátttakendum, að kostnaðarlausu.
Menntaflétta skiptist í tvo hluta; kennd námskeið og opin námskeið.
Menntafléttan
Kenndu námskeiðin eru kennd í lotum á ákveðnum tímum í gegnum Zoom en námsefni námskeiðanna má nálgast hér á vefsvæði Menntafléttunar þegar viðkomandi kennari opnar lotuna.
Opna Menntafléttan
Opnu námskeiðin innihalda allt efni sem þáttakendur þurfa til að taka námskeiðið þar með talið alla kennslu. Þau henta því einstaklega vel fyrir þau sem vilja geta tekið námskeiðin á þeim og hraða sem hentar þeim sjálfum best.
„Fyrir mig persónulega kom það skemmtilega á óvart hvað ég þróaði mitt eigið starf sem leikskólakennari mikið áfram við þáttöku í Menntafléttunni.”
Þáttakandi 2021-2022
„Ég fékk nýjar hugmyndir, prófaði nýjar aðferðir og hugsaði á dýpri hátt um hvernig hægt væri að miðla starfsháttum mínum til annarra”
Þáttakandi 2021-2022
„Námskeiðið hefur haldið utan um umræðuna og sett hana í ákveðinn farveg sem ekki hefði orðið til á annan hátt”
Þáttakandi 2021-2022
„Það sem gerir Menntafléttuna ólíka öðrum þróunarverkefnum er að hún einbeitir sér ekki bara að starfsþróun, heldur að heildstæðri skólaþróun”
Þáttakandi 2021-2022