- Menntafléttan
Námssamfélög í skóla- og frístundastarfi
Í Menntafléttunni er að finna fjölbreytt netnámskeið fyrir kennara á öllum skólastigum, starfsfólk á vettvangi frítímans og annað fagfólk sem starfar við menntun.
Menntafléttan tekur mið af hugmyndafræði leiðtoganáms og þróun námssamfélags og byggir á rannsóknum á því hvernig starfsþróun getur best stutt við kennara í starfi. Þróunarhringur í fjórum skrefum gefur þátttakendum tækifæri til að þróa starf sitt í samræðum og samvinnu.
Menntafléttan skiptist í tvo hluta: Menntafléttan (kennd námskeið) og Opna Menntafléttan (opin námskeið).
Námskeið Menntafléttunnar eru öllum opin og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Menntafléttan
Námskeiðin eru kennd í nokkrum netlotum sem dreifast jafnt yfir veturinn. Gert er ráð fyrir samvinnu og að a.m.k. tveir þátttakendur mæti í rauntíma í lotur fyrir hönd síns námssamfélags.
Opna Menntafléttan
Námskeiðin eru byggð upp fyrir sjálfstæða vinnu námssamfélaga á vinnustað. Hægt er að fá ráðgjöf og stuðning við starfsþróunina. Efni námskeiða opnast þegar þátttakendur hafa skráð sig.
„Fyrir mig persónulega kom það skemmtilega á óvart hvað ég þróaði mitt eigið starf sem leikskólakennari mikið áfram við þáttöku í Menntafléttunni.”
Þáttakandi 2021-2022
„Ég fékk nýjar hugmyndir, prófaði nýjar aðferðir og hugsaði á dýpri hátt um hvernig hægt væri að miðla starfsháttum mínum til annarra.”
Þáttakandi 2021-2022
„Námskeiðið hefur haldið utan um umræðuna og sett hana í ákveðinn farveg sem ekki hefði orðið til á annan hátt.”
Þáttakandi 2021-2022
„Það sem gerir Menntafléttuna ólíka öðrum þróunarverkefnum er að hún einbeitir sér ekki bara að starfsþróun, heldur að heildstæðri skólaþróun.”
Þáttakandi 2021-2022