- Menntafléttan
Námssamfélög í skóla- og frístundastarfi
Í Menntafléttunni er að finna fjölbreytt netnámskeið fyrir kennara á öllum skólastigum, starfsfólk á vettvangi frítímans og annað fagfólk sem starfar við menntun.
Menntafléttan tekur mið af hugmyndafræði leiðtoganáms og þróun námssamfélags og byggir á rannsóknum á því hvernig starfsþróun getur best stutt við kennara í starfi. Þróunarhringur í fjórum skrefum gefur þátttakendum tækifæri til að þróa starf sitt í samræðum og samvinnu.
Menntafléttan skiptist í tvo hluta: Menntafléttan (kennd námskeið) og Opna Menntafléttan (opin námskeið).
Námskeið Menntafléttunnar eru öllum opin og þátttakendum að kostnaðarlausu.
Menntafléttan
Námskeiðin eru kennd í nokkrum netlotum sem dreifast jafnt yfir veturinn. Gert er ráð fyrir samvinnu og að a.m.k. tveir þátttakendur mæti í rauntíma í lotur fyrir hönd síns námssamfélags.
Opna Menntafléttan
Námskeiðin eru byggð upp fyrir sjálfstæða vinnu námssamfélaga á vinnustað. Hægt er að fá ráðgjöf og stuðning við starfsþróunina. Efni námskeiða opnast þegar þátttakendur hafa skráð sig.
,,Mjög gagnlegt námskeið og mun tvímælalaust hjálpa mér í þeirri vinnu sem framndan er með nemendum".
Þátttakandi 2024-2025
,,Ég er mjög ánægð með námið í heild, það var vel upp byggt og skemmtilegt. Það ýtti við mér um að allir þurfa að vinna saman að því að stoppa óæskilega hegðun. Lausnahringurinn er kjörið verkfæri til þess að allir í leikskólanum séu að vinna eins og að börnin fái bjargráð til að nota".
Þátttakandi 2024 - 2025
,,Góðir fyrirlestrar, gaman að hitta aðra kennara og heimaverkefnin hæfileg. Fróðlegt og skemmtilegt námskeið".
Þátttakandi 2024 - 2025
,,Mér finnst mjög dýrmætt að fá að kynnast öðrum leikskólakennurum frá mismunandi leikskólum og eiga samtöl við þau um sameiginlegar áskoranir í starfi okkar. Við gátum deilt reynslu, rætt raunveruleg vandamál og leitað lausna saman. Mér líkaði einnig að við höfðum svigrúm til að koma með okkar eigin spurningar og umræðuefni sem skipta okkur máli.
Námskeiðið kynnti líka nýja og gagnlega hugmynd sem mér fannst mjög áhugaverð og hagnýt. Ég fékk einnig margar góðar slóðir á gagnlegar vefsíður og efni sem ég er þegar farin að nýta mér í starfinu".
Þátttakandi 2024-2025 Fréttir

Málþing á vegum Menntafléttunnar
10. apríl 2025
Nánari upplýsingar um dagskrá og skáningu finnið þið hér: Málþing – Hegðunarvandi barna og úrræði | nymennt.hi.is