Menntafléttan hélt í byrjun apríl málþing sem bar heitið Hegðunarvandi barna og úrræði. Þátttakendur voru 220 talsins en 273 skráðu sig á námskeiðið sem haldið var í Grósku og komust því færri að en vildu. Áhugaverðir fyrirlesarar og miklar áskoranir hjá þeim sem vinna með börnum á Íslandi er líkleg ástæða þess að margir vildu mæta. Fræðslan var nytsamleg og erindin hjálpleg.
Menntafléttan og fyrirlesarar töluðu til góðs en allur ágóði af málþinginu rann beint til Sjónarhóls.
Vinsamlegast leggið málefninu lið með 3000 kr. fjárframlagi. Millifærist á:
Kt. 600169-2039
B.nr: 0137-26-000496
Skýring: 149102 – Menntafléttan Málþing
Við viljum þakka kærlega fyrir góðar móttökur og bendum á upptöku frá deginum má nálgast hér:
Menntafléttan Hegðunarvandi barna og úrræði
Virðingarfyllst, Soffía Ámundadóttir verkefnastjóri Menntafléttunnar
