Tungumál stærðfræðinnar fyrir miðstig

Námskeið í Opnu Menntafléttunni

Staða
Ekki skráð/ur
Price
Free
Skráning

Á námskeiðinu er unnið með hvernig styðja má við þróun og uppbyggingu hugtakaskilnings í stærðfræði. Fjallað er um hvernig tungumálið er notað í stærðfræði og sjónum beint að muninum á orðanotkun í hverdagsmáli og tungumáli stærðfræðinnar. Áhersla er lögð á málskilning og hæfni til að beita hugtökum stærðfræðinnar í samskiptum og röksemdafærslu. Í aðalnámskrá grunnskóla (2013) er sérstök áhersla á stærðfræði og tungumál og gert er ráð fyrir að nemendur byggi upp hæfni til að tjá sig um stærðfræði.

Grunnhugmyndin er að efni námskeiðsins sé nýtt til að efla og styrkja námssamfélag stærðfræðikennara í gegnum lestur, umræður og tilraunir í kennslu ásamt vangaveltum og ígrundun um þróun stærðfræðikennslunnar í skólanum. Þátttaka í námskeiðinu felst í að hitta samkennara til að ræða og skipuleggja kennslu sem leiðir til máleflandi stærðfræðikennslu.

Við lok námskeiðs hafa þátttakendur kynnst:  

    • Lesefni, myndefni og hugmyndum að viðfangsefnum sem nýta má í máleflandi  stærðfræðikennslu.

    • Hvernig má styðja nemendur við að efla hæfni sína við að beita hugtökum stærðfræðinnar.

    • Hvernig má styðja nemendur við að tjá sig á fjölbreyttan hátt bæði munnlega og skriflega um stærðfræðileg viðfangsefni.

    • Hugmyndum um námssamfélag og hvernig kennarar geta unnið saman í starfsþróun sinni.

Mikilvægt er talið að þátttakendur íhugi og skrái hjá sér ígrundanir sínar um efni námskeiðsins og vinnu með nemendum.  Skráningarform geta verið margskonar og skráning þarf ekki að taka langan tíma. Hér má sjá myndband (6 mín.) þar sem Unnur Gísladóttir kennari talar um gildi skráningar  í kennslu og hér má finna texta sem fjallar um hvernig dagbókarskrif  geta stutt við starfsþróun kennara.

Mælt er með að leiðtogar kynni sér kynningarsefni námskeiðsins þar sem m.a. er gerð grein fyrir hlutverki leiðtoga og vinnuferli Menntafléttunámskeiða.

Námskeiðið byggir á sænskri fyrirmynd (Språk i matematik) frá Skolverket og er þýtt og staðfært af stærðfræðiteymi Menntafléttu.

Skólar geta sótt um ráðgjöf og stuðning við innleiðingu viðfangsefna námskeiðsins. Ráðgjöfina annast stærðfræðiteymi Menntafléttu.

Umsjónaraðilar námskeiðs

Stærðfræðiteymi Menntafléttu

Námskeið Content

Sýna meira
Undirbúningur
Yfirlit námskeiðs
Námskeiðsefni
Lota Content
0% Complete 0/1 Steps

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda