Talna- og aðgerðaskilningur á yngsta stigi
Námskeið í Opnu Menntafléttunni
Staða
Ekki skráð/ur
Price
Free
Skráning
Lýsing
Þróunarhringur
Sækja um ráðgjöf
Dagskrá
Talna- og aðgerðaskilningur á yngsta stigi
Á námskeiðinu er unnið með hugmyndir um Stærðfræðikennslu byggða á skilningi barna. Skoðuð verða einkenni ólíkra þrautagerða og einnig verða greindar lausnaleiðir sem fram koma í glímu barna við ólíkar þrautir og þær skoðaðar með tilliti til inntaks og kennsluhátta.
Fyrst verður fjallað um tegundir þrauta um sameiningu og aðskilnað og einnig um þróun lausnaleiða barna á þannig þrautum. Því næst verður fjallað um þrautir um margföldun og deilingu og skilning barna á þeim og lausnaleiðir þeirra skoðaðar. Auk þess verður fjallað um tugakerfið og reikning barna með fjölstafa tölum.
Við lok námskeiðs hafa þátttakendur kynnst:
- Hugmyndafræði Stærðfræðikennslu byggðri á skilningi barna
- Leiðum barna í glímunni við reikning
- Hvernig styðja má styðja börn við að þróa skilning sinn á reikniaðgerðunum fjórum
- Lesefni, myndefni og verkefnum sem kennarar geta nýtt til að efla þekkingu sína á kennsluháttum og stærðfræði
- Hugmyndum um námssamfélag og hvernig kennarar geta unnið saman í starfsþróun sinni
Námskeiðið byggir á hugmyndafræðinni Stærðfræðikennsla byggð á skilningi barna og myndböndin í greinum námskeiðsins sýna íslensk börn fást við lausnir þrauta. Þau voru þátttakendur í rannsókn á talna- og aðgerðskilningi íslenskra barna sem var framkvæmd á tímabilinu 2020-2021. Í tímaritinu Skólaþræðir má lesa nánar um hugmyndafræðina og rannsóknina.
Í tímaritinu Flatarmál var fjallað um reynslu íslenskra kennara af Menntafléttunámskeiðum.
Mikilvægt er talið að þátttakendur íhugi og skrái hjá sér ígrundanir sínar um efni námskeiðsins og vinnu með nemendum. Skráningarform geta verið margskonar og skráning þarf ekki að taka langan tíma. Hér má sjá myndband (6 mínútur) þar sem Unnur Gísladóttir talar um gildi skráningar í kennslu og einnig má finna hér texta sem fjallar um hvernig dagbókarskrif geta stutt við starfsþróun kennara.
Mælt er með að leiðtogar kynni sér undirbúningsefni sem finna má efst undir námsefni. Þar er meðal annars gerð grein fyrir hlutverki leiðtoga og vinnuferli Menntafléttunámskeiða (veggspjald).
Skólar geta sótt um ráðgjöf og stuðning við innleiðingu viðfangsefna námskeiðsins. Ráðgjöfina annast stærðfræðiteymi Menntafléttu.
Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.

Þátttakendum á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar stendur til boða að fá ráðgjöf og stuðning um hvernig best er að koma sér af stað við að vinna efni hvers námskeiðs. Jafnframt fá þeir kynningu á þeirri hugmyndafræði sem námskeið Menntafléttunnar byggja á.
Ráðgjöfin verður sniðin að þörfum þeirra sem sækja um hana og verður án endurgjalds skólaárið 2024-2025.
Sótt er um ráðgjöf á vefsvæði hvers námskeiðs fyrir sig.
Mælt er með að þátttakendur á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar sæki um ráðgjöf til að koma sér af stað við að vinna efni námskeiðsins.
Í kjölfarið fá þeir póst frá sérfræðingi Menntafléttunnar.
Umsjónaraðilar námskeiðs
Stærðfræðiteymi Menntafléttu
námskeið Content
Sýna meira
lota Content
0% Complete
0/5 Steps
lota Content
0% Complete
0/4 Steps
lota Content
0% Complete
0/2 Steps
lota Content
0% Complete
0/4 Steps
lota Content
0% Complete
0/4 Steps