Stærðfræði og forritun í framhaldsskóla

Námskeið í Opnu Menntafléttunni

Staða
Ekki skráð/ur
Price
Free
Skráning

Stærðfræði og forritun í framhaldsskóla

Á námskeiðinu Stærðfræði og forritun er fjallað um nokkur lykilatriði í kennslu með forritun og um forritun í stærðfræðinámi. Í fyrstu tveimur þróunarhringjunum er fjallað almennt um forritun í kennslu og meginhugtök forritunar eru kynnt. Einnig er hugað að þeim kennslufræðilegu ákvörðunum sem þarf að hafa í huga við kennslu í forritun. Í tveimur seinni þróunarhringjunum er lögð áhersla á tengsl forritunar og stærðfræði. Skoðað er hvernig hægt er að nota stærðfræði til að auðga vinnu við forritun og hvernig má dýpka stærðfræðinám með því að láta nemendur velta fyrir sér hvaða stærðfræði þeir eru að nota í forritunarverkefnum.

Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur, námssamfélög þeirra og teymi í að vinna með stærðfræði og forritun. 

Við lok námskeiðs hafa þátttakendur kynnst:

  • Lesefni, myndefni og hugmyndum að viðfangsefnum til að nýta þegar unnið er með forritun í stærðfræðikennslu.
  • Hvernig má kynna fyrir nemendum bæði hugtök forritunar og einnig hvernig ferli forritunar getur litið út þegar þeir vinna að stærðfræðilegum viðfangsefnum.
  • Hvernig má styðja nemendur við að efla hæfni sína í að vinna með forritun í stærðfræði.
  • Hugmyndum um námssamfélag og hvernig kennarar geta unnið saman í starfsþróun sinni.

Námskeiðið byggir á sænskri fyrirmynd frá Skolverket. Í tímaritinu Flatarmál var fjallað um reynslu íslenskra kennara af Menntafléttunámskeiðum.

Mikilvægt er talið að þátttakendur íhugi og skrái hjá sér ígrundanir sínar um efni námskeiðsins og vinnu með nemendum.  Skráningarform geta verið margskonar og skráning þarf ekki að taka langan tíma. Hér má sjá myndband (6 mínútur) þar sem Unnur Gísladóttir talar um gildi skráningar í kennslu og einnig má finna hér texta þar sem fjallar er um hvernig dagbókarskrif  geta stutt við starfsþróun kennara.

Mælt er með að leiðtogar kynni sér undirbúningsefni sem finna má efst undir námsefni. Þar er meðal annars gerð grein fyrir hlutverki leiðtoga og vinnuferli Menntafléttunámskeiða (veggspjald).

Skólar geta sótt um ráðgjöf og stuðning við innleiðingu viðfangsefna námskeiðsins.  Ráðgjöfina annast stærðfræðiteymi Menntafléttunnar.

Umsjónaraðilar námskeiðs

Stærðfræðiteymi Menntafléttu

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda