Stærðfræði og forritun á miðstigi og unglingastigi
Námskeið í Opnu Menntafléttunni
Staða
Ekki skráð/ur
Price
Free
Skráning
Lýsing
Þróunarhringur
Sækja um ráðgjöf
Dagskrá
Stærðfræði og forritun á miðstigi og unglingastigi
Á námskeiðinu Stærðfræði og forritun er fjallað um nokkur lykilatriði í kennslu með forritun og um forritun í stærðfræðinámi. Í fyrstu tveimur þróunarhringjunum er fjallað almennt um forritun í kennslu og meginhugtök forritunar eru kynnt. Einnig er hugað að þeim kennslufræðilegu ákvörðunum sem þarf að hafa í huga við kennslu í forritun. Í tveimur seinni þróunarhringjunum er lögð áhersla á tengsl forritunar og stærðfræði. Skoðað er hvernig hægt er að nota stærðfræði til að auðga vinnu við forritun og hvernig má dýpka stærðfræðinám með því að láta nemendur velta fyrir sér hvaða stærðfræði þeir eru að nota í forritunarverkefnum.
Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur, námssamfélög þeirra og teymi í að vinna með stærðfræði og forritun.
Við lok námskeiðs hafa þátttakendur kynnst:
- Lesefni, myndefni og hugmyndum að viðfangsefnum til að nýta þegar unnið er með forritun í stærðfræðikennslu.
- Hvernig má kynna fyrir nemendum bæði hugtök forritunar og einnig hvernig ferli forritunar getur litið út þegar þeir vinna að stærðfræðilegum viðfangsefnum.
- Hvernig má styðja nemendur við að efla hæfni sína í að vinna með forritun í stærðfræði.
- Hugmyndum um námssamfélag og hvernig kennarar geta unnið saman í starfsþróun sinni.
Mikilvægt er talið að þátttakendur íhugi og skrái hjá sér ígrundanir sínar um efni námskeiðsins og vinnu með nemendum. Skráningarform geta verið margskonar og skráning þarf ekki að taka langan tíma. Hér má sjá myndband (6 mínútur) þar sem Unnur Gísladóttir talar um gildi skráningar í kennslu og hér má finna texta sem fjallar um hvernig dagbókarskrif geta stutt við starfsþróun kennara.
Námskeiðið byggir á sænskri fyrirmynd frá Skolverket. Í tímaritinu Flatarmál var fjallað um reynslu íslenskra kennara af Menntafléttunámskeiðum.
Skólar geta sótt um ráðgjöf og stuðning við innleiðingu viðfangsefna námskeiðsins. Ráðgjöfina annast stærðfræðiteymi Menntafléttunnar.
Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.

Þátttakendum á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar stendur til boða að fá ráðgjöf og stuðning um hvernig best er að koma sér af stað við að vinna efni hvers námskeiðs. Jafnframt fá þeir kynningu á þeirri hugmyndafræði sem námskeið Menntafléttunnar byggja á.
Ráðgjöfin verður sniðin að þörfum þeirra sem sækja um hana og verður án endurgjalds skólaárið 2024-2025.
Sótt er um ráðgjöf á vefsvæði hvers námskeiðs fyrir sig.
Mælt er með að þátttakendur á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar sæki um ráðgjöf til að koma sér af stað við að vinna efni námskeiðsins.
Í kjölfarið fá þeir póst frá sérfræðingi Menntafléttunnar.
Umsjónaraðilar námskeiðs
Stærðfræðiteymi Menntafléttu
Námskeið Content
Sýna meira
Undirbúningur
Lota Content
0% Complete
0/6 Steps
Yfirlit námskeiðs
Námskeiðsefni
Lota Content
0% Complete
0/4 Steps
Lota Content
0% Complete
0/4 Steps
Lota Content
0% Complete
0/4 Steps
Lota Content
0% Complete
0/4 Steps