Lestur á miðstigi grunnskóla – vorönn 2026

Menntafléttunámskeið

19. janúar 2026

-

11 maí 2026

Staða
Ekki skráð/ur
Price
Free
Skráning

Lestur á miðstigi grunnskóla

Á námskeiðinu Lestrarkennsla á miðstigi verður fjallað um fjóra þætti læsis: lestur, ritun, talað mál og hlustun.

Megin áhersla verður á lestrarkennsluaðferðir, mat á árangri og hvernig við nýtum niðurstöður mælinga til að taka ákvarðanir um áframhaldandi kennslu. Fjallað verður um grunn  að læsi, umskráningu, lesfimi, orðaforða, lesskilning, mál og máltjáningu, hlustunarskilning og ritun. Þá verður einnig rætt um mikilvægi skimunarprófa og hvernig má nýta niðurstöður þeirra til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda með markvissum þjálfunaráætlunum og/eða námskeiðum. Að síðustu verður fjallað um samstarf við heimilin, heimanám og hvaða leiðir er hægt að fara til að einstaklingsmiða heimanám.

Námskeiðið byggist á fimm lotum eða þróunarhringjum og í hverjum þróunarhring er unnið með afmarkaðan þátt læsis.

Loturnar eru kenndar á mánudögum frá klukkan 14:15-15:45.

Lota 1: Grunnur að læsi, umskráning og lesfimi – 19. janúar

Lota 2: Orðaforði og lesskilningur – 16. febrúar

Lota 3: Talað mál, hlustun og áhorf – 16. mars

Lota 4: Skrift og ritun – 13. apríl

Lota 5: Samstarf við heimilin og einstaklingsmiðað heimanám – 11. maí

Við lok námskeiðs hafa þátttakendur:

  • Öðlast færni í að leiða samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum í skólum og á vinnustöðum.
  • Öðlast skilning á mikilvægi þess að mæla árangur og meta framfarir nemenda á afmörkuðum tímabilum.
  • Fengið þjálfun í að nýta niðurstöður mælinga til að gera áætlanir um næstu skref í kennslu.
  • Skoðað afmarkaða þætti læsis í tengslum við aðalnámskrá grunnskóla.
  • Fengið fræðslu um lestrarkennsluaðferðir þar sem sjónum er beint að lesfimi, orðaforða og lesskilningi.
  • Öðlast þekkingu á tengslum skriftar, fingrasetningar og ritunar.
  • Lagt drög að einstaklingsmiðuðu heimanámi.

Umsjónaraðilar námskeiðs

Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir

Læsisfræðingur og ráðgjafi hjá Kópavogsbæ

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda