Lestur á miðstigi grunnskóla – vorönn 2026
Menntafléttunámskeið
19. janúar 2026
-
11 maí 2026
Lestur á miðstigi grunnskóla
Á námskeiðinu Lestrarkennsla á miðstigi verður fjallað um fjóra þætti læsis: lestur, ritun, talað mál og hlustun.
Megin áhersla verður á lestrarkennsluaðferðir, mat á árangri og hvernig við nýtum niðurstöður mælinga til að taka ákvarðanir um áframhaldandi kennslu. Fjallað verður um grunn að læsi, umskráningu, lesfimi, orðaforða, lesskilning, mál og máltjáningu, hlustunarskilning og ritun. Þá verður einnig rætt um mikilvægi skimunarprófa og hvernig má nýta niðurstöður þeirra til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda með markvissum þjálfunaráætlunum og/eða námskeiðum. Að síðustu verður fjallað um samstarf við heimilin, heimanám og hvaða leiðir er hægt að fara til að einstaklingsmiða heimanám.
Námskeiðið byggist á fimm lotum eða þróunarhringjum og í hverjum þróunarhring er unnið með afmarkaðan þátt læsis.
Loturnar eru kenndar á mánudögum frá klukkan 14:15-15:45.
Lota 1: Grunnur að læsi, umskráning og lesfimi – 19. janúar
Lota 2: Orðaforði og lesskilningur – 16. febrúar
Lota 3: Talað mál, hlustun og áhorf – 16. mars
Lota 4: Skrift og ritun – 13. apríl
Lota 5: Samstarf við heimilin og einstaklingsmiðað heimanám – 11. maí
Við lok námskeiðs hafa þátttakendur:
- Öðlast færni í að leiða samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum í skólum og á vinnustöðum.
- Öðlast skilning á mikilvægi þess að mæla árangur og meta framfarir nemenda á afmörkuðum tímabilum.
- Fengið þjálfun í að nýta niðurstöður mælinga til að gera áætlanir um næstu skref í kennslu.
- Skoðað afmarkaða þætti læsis í tengslum við aðalnámskrá grunnskóla.
- Fengið fræðslu um lestrarkennsluaðferðir þar sem sjónum er beint að lesfimi, orðaforða og lesskilningi.
- Öðlast þekkingu á tengslum skriftar, fingrasetningar og ritunar.
- Lagt drög að einstaklingsmiðuðu heimanámi.
Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.
Þátttakendum á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar stendur til boða að fá ráðgjöf og stuðning um hvernig best er að koma sér af stað við að vinna efni hvers námskeiðs. Jafnframt fá þeir kynningu á þeirri hugmyndafræði sem námskeið Menntafléttunnar byggja á.
Ráðgjöfin verður sniðin að þörfum þeirra sem sækja um hana og verður án endurgjalds skólaárið 2024-2025.
Sótt er um ráðgjöf á vefsvæði hvers námskeiðs fyrir sig.
Mælt er með að þátttakendur á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar sæki um ráðgjöf til að koma sér af stað við að vinna efni námskeiðsins.
Í kjölfarið fá þeir póst frá sérfræðingi Menntafléttunnar.
Lota 1: Grunnur að læsi, umskráning og lesfimi – 19. janúar
Lota 2: Orðaforði og lesskilningur – 16. febrúar
Lota 3: Talað mál, hlustun og áhorf – 16. mars
Lota 4: Skrift og ritun – 13. apríl