Skráning er hafin í ellefu námskeið Menntafléttu sem kennd verða veturinn 2023-2024. Að auki munu opna 12 námskeið opinnar Menntafléttu í lok ágúst sem þátttakendur geta skráð sig í og tekið á sínum hraða. Kenndu námskeiðin sem verða í boði næsta vetur skipast í
4 leikskólanámskeið
Deildarstjórinn sem faglegur leiðtogi í leikskólastarfi
Magnskilningur leikskólabarna
Fyrstu skrefin í leikskólanum
Íslenskuþorp um land allt
6 grunnskólanámskeið
Tungumála- og menningarmiðaðir starfshættir í fjölbreyttum bekkjum yngsta- og miðstig
Tungumála- og menningarmiðaðir starfshættir í fjölbreyttum bekkjum – unglingastig og framhaldsskóli
Bókmenntir, samþætting og skapandi skil
Fjölbreytileiki og farsæld í skólastarfi
Leiðsagnarnám fyrir grunnskólakennara- fyrstu skrefin
Talna- og aðgerðarskilningur fyrir yngsta stig
1 framhaldsskólanámskeið
Tungumála- og menningarmiðaðir starfshættir í fjölbreyttum bekkjum – unglingastig og framhaldsskóli
1 námskeið fyrir öll skólastig
Kennarinn sem rannsakandi
Til að skrá sig er best að finna viðkomandi námskeið hér á síðunni, opna það og velja hnappinn taka þetta námskeið. Þá birtist möguleikinn að nýskrá notanda. Fyllið inn viðeigandi upplýsingar og þá ætti skráningin að fara í gegn.