Talaðu við mig: Gæðamálörvun í leikskóla
Námskeið í opnu Menntafléttunni
Lýsing
Þróunarhringur
Sækja um handleiðslu
Dagskrá
Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur, þeirra námssamfélög og teymi við að efla gæðamálörvun í leikskóla. Farið verður yfir hvernig börn læra málið og mikilvægi málþroskans fyrir nám og líðan barna. Þátttakendur fá hagnýt verkfæri til að fylgjast með og efla málþroska barna. Gæðamálörvun verður höfð að leiðarljósi og kynntar verða fjölbreyttar aðferðir til að nýta í daglegu starfi með börnum í gegn um leik og lestur.
Við lok námskeiðs geta þátttakendur
- leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum í skólum og á vinnustöðum.
- haft yfirsýn yfir þróun máls og helstu frávik í málþroska.
- nýtt fjölbreyttar aðferðir við eflingu málþroska í daglegu starfi með börnum.
- verið leiðandi varðandi markmiðasetningu og áætlanagerð um málörvun innan leikskólans.
Fyrir hverja er námskeiðið og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar?
Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að leiða málræktarstarf í leikskólum. Reynslan hefur sýnt fram á að farsælt sé að fleiri en einn þátttakandi sé frá hverjum leikskóla en það er þó ekki skilyrði.
Eindregið er hvatt til þess að þátttakendur séu í samráði við við sína stjórnendur um þátttöku á námskeiðinu. Með því eru stjórnendur meðvitaðir um og samábyrgir um að styðja við þróun námssamfélaga innan sinna stofnana. Hér er myndband sem lýsir mikilvægu hlutverki stjórnenda sem eiga þátttakendur á Menntafléttunámskeiðum og hér er texti sem lýsir þeim skilyrðum sem verða að vera til staðar í skóla þar sem námssamfélög kennara blómstra.
Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?
Kennslan fer fram í sex rafrænum lotum á heimasíðu Menntafléttu. Hægt er að fara í loturnar á þeim tíma sem hentar hverjum þátttakenda fyrir sig. Nám þátttakenda fer þó aðallega fram í leikskólum þátttakenda í samtali teyma um þróun náms og kennslu. Þátttakendur fá hagnýtar kveikjur í lotunum sem þeir geta fléttað saman við daglegt starf, þeir leiða svo samtal á teymisfundum um hvernig gengur.
Umsjón og kennsla
Íris Hrönn Kristjánsdóttir, leikskólakennari og sérfræðingur hjá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Þóra Sæunn Úlfsdóttir, talmeinafræðingur og ráðgjafi hjá Miðju máls og læsis.
Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.

Kennarahópar sem ætla að taka námskeið á vef Opnu Menntafléttunnar geta fengið handleiðslu eða ráðgjöf frá sérfræðingum. Handleiðslan felst í að sérfræðingur hittir kennarahópinn í sex klukkustundir á námskeiðstímanum. Samkomulag er um tímasetningar fundanna. Gert er ráð fyrir að ráðgjöfin fari fram á ZOOM.
Skólastjóri verður að sækja um ráðgjöfina fyrir hönd síns skóla. Kostnaður við handleiðslu á einu námskeiði er 100 þúsund krónur sem skólinn borgar áður en ráðgjöfin hefst.
Hægt er að semja um sérsniðna handleiðslu fyrir hópa með því að senda tölvupóst á Katrínu Valdísi sem hefur netfangið kava@hi.is.
Kennarar
Þóra Sæunn Úlfsdóttir
Talmeinafræðingur og ráðgjafi hjá Miðju máls og læsis.
Íris Hrönn Kristinsdóttir
Leikskólakennari og ráðgjafi hjá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri
Námskeið yfirlit
Sjá allt
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/6 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/4 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/4 Skref