Náttúruvísindi, tækni og málörvun í leikskóla

Námskeið í opnu Menntafléttunni

Staða
Ólokið
Verð
Opið námskeið
Hefja námskeið

Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur, þeirra námssamfélög og teymi með áherslu á náttúruvísindi og tækni. Þátttakendur fá hugmyndir og verkfæri til að vinna með tungumál og þróun þekkingar leikskólabarna með náttúruvísindi í brennidepli. Fjallað verður um leiðir til að byggja ofan á hugmyndir og tilgátur leikskólabarna um vísindaleg fyrirbæri. Þátttakendur munu lesa um og kynnast leiðum til að vinna með barnabókmenntir sem kveikju að vinnu með náttúruvísindi og tækni í leikskólastarfinu.

Við lok námskeiðs geta þátttakendur

  • leitt samtöl um breytta starfshætti í námssamfélögum og teymum í leikskólum.
  • unnið með hugmyndir og tilgátur leikskólabarna, hugtök og ferla náttúruvísindanna.
  • leitt vinnu með áherslu á sagnorð og tungumál náttúruvísindanna með leikskólabörnum.
  • unnið með tækni og náttúruvísindi út frá barnabókmenntum

Fyrir hverja er námskeiðið og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar?

Námskeiðið er fyrir leikskólakennara og starfsfólk sem hefur áhuga á þróun námssamfélags innan síns leikskóla með áherslu á náttúruvísindi. Reynslan hefur sýnt fram á að farsælt sé að fleiri en einn þátttakandi sé frá hverjum leikskóla, en það er þó ekki skilyrði.

Eindregið er hvatt til þess að þátttakendur séu í samráði við sína stjórnendur um þátttöku á námskeiðinu. Með því eru stjórnendur meðvitaðir um og samábyrgir um að styðja við þróun námssamfélaga innan sinna stofnana. Hér er myndband sem lýsir mikilvægu hlutverki stjórnenda sem eiga þátttakendur á Menntafléttunámskeiðum og hér er texti sem lýsir þeim skilyrðum sem verða að vera til staðar í leikskóla þar sem námssamfélög blómstra.

Kennarar

Kristín Norðdahl

Dósent í náttúrufræðimenntun.

Anna Sofia Wahlström

Leikskólakennari í Reykjanesbæ

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda