Magnskilningur leikskólabarna – skólaárið 2023-2024 – VARÐVEITA – EKKI HENDA
Menntafléttunámskeið
3. október
-
29. apríl
Lýsing
Þróunarhringur
Sækja um ráðgjöf
Dagskrá
Menntafléttunámskeiðið Magnskilningur leikskólabarna er síðasta námskeiðið af þremur í flokki námskeiða um stærðfræði í leikskóla. Öll námskeiðin byggja á sex viðfangsefnum stærðfræðinnar sem Alan J. Bishop telur að séu til staðar í öllum menningarheimum.
Á þessu námskeiði er unnið með þróunarhringi 9-12 og fjalla þeir um stærðfræðilegu viðfangsefnin að mæla og telja og hvernig þau tengjast. Í þessum hluta námskeiðsins eru bæði þessi viðfangsefni skoðuð og líkindi þeirra. Hér útvíkkum við líka hugmyndir um gögn og hvernig megi nýta þau til að hvetja börn til þátttöku í ólíkum aðstæðum. Í þessum síðustu fjórum þróunarhringjum fjöllum við einnig um skráningu sem leið til starfsþróunar.
Þið eigið, ef möguleiki er á, að fá forráðamenn til þátttöku, þannig að þeir geti haft áhrif á starfið í leikskólanum. Þið eigið líka að skoða hvernig þið getið deilt skráningu með forráðamönnum og samfélaginu í heild og hvernig það getur stuðlað að aukinni meðvitund um aðstæður þar sem fengist er við stærðfræði. Í síðasta þróunarhringnum söfnum við saman hugmyndum um skráningu og greinum hvernig best er að stuðla að framþróun á þessu sviði. Markmiðið er að þið fáið yfirsýn yfir þau stærðfræðilegu viðfangsefni sem Alan J. Bishop kallaði að mæla og telja. Þið fáið líka möguleika á að íhuga hvernig skráning getur stuðlað að sterkari tengslum á milli fjölmenningarlegs leikskóla og nærsamfélagsins.
Skólar geta sótt um ráðgjöf og stuðning við innleiðingu viðfangsefna námskeiðsins. Ráðgjöfina annast Margrét S. Björnsdóttir.
Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.

Þátttakendum á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar stendur til boða að fá ráðgjöf og stuðning um hvernig best er að koma sér af stað við að vinna efni hvers námskeiðs. Jafnframt fá þeir kynningu á þeirri hugmyndafræði sem námskeið Menntafléttunnar byggja á.
Ráðgjöfin verður sniðin að þörfum þeirra sem sækja um hana og verður án endurgjalds skólaárið 2024-2025.
Sótt er um ráðgjöf á vefsvæði hvers námskeiðs fyrir sig.
Mælt er með að þátttakendur á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar sæki um ráðgjöf til að koma sér af stað við að vinna efni námskeiðsins.
Í kjölfarið fá þeir póst frá sérfræðingi Menntafléttunnar.
Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?
Kennslan fer fram í sex lotum, þrjár klukkustundir að lengd, skólaárið 2023-2024 með ZOOM fjarfundabúnaði. Nám þátttakenda fer þó aðallega fram í þeirra leikskóla, með börnum og í samræðum teyma um þróun náms og kennslu. Þátttakendur fá hagnýtar kveikjur í lotunum sem þeir geta fléttað saman við daglegt starf. Þeir leiða síðan samtal á teymisfundum á sínum vinnustað um hvernig gengur.
Í upphafi hverrar kennslulotu er farið yfir reynslu þátttakenda af því að nýta þróunarhringinn frá síðustu lotu (sjá mynd af þróunarhringnum hér fyrir neðan).
Dagsetningar lotanna
2023
Þriðjudagur, 3. október kl. 9:00-12:00
Fimmtudagur, 26. október kl. 9:00-12:00
Mánudagur, 27. nóvember kl. 9:00-12:00
2024
Fimmtudagur, 25. janúar kl. 9:00-12:00
Fimmtudagur, 14. mars kl. 9:00-12:00
Mánudagur, 29. apríl kl. 9:00-12:00
Kennsla fer fram á fjarfundum
Umsjónaraðilar námskeiðs
Margrét S. Björnsdóttir
Námskeið Content
Sýna meira
Lota Content
0% Complete
0/7 Steps
Lota Content
0% Complete
0/8 Steps
Lota Content
0% Complete
0/9 Steps
Lota Content
0% Complete
0/10 Steps
Lota Content
0% Complete
0/8 Steps