Tungumálabanki – Hagnýt íslenska með börnunum
Hér er mikilvægur orðaforði og málnotkun sem tengist efninu hennar Fríðu í 6. lotu:
Jákvæð samskipti við börn og endurgjöf (hrós) án þess að segja bara „þú ert frábær“ eða „þetta er flott mynd hjá þér“:
- Mikið ertu búin að ganga vel frá
- Þú ert að byggja stórt hús úr kubbunum, hvaða hús er þetta?
- Þú ert duglegur að biðja um aðstoð
- Þú ert alltaf tilbúin að læra eitthvað nýtt í staðinn fyrir að segja „ég get ekki“.
- Ég sé að þú ert að teikna, hvað er á myndinni þinni?
- Hvað táknar þetta bláa hér?
- Mér finnst þú mjög dugleg að nota alla litina!
- Þú ert mjög hugmyndaríkur þegar þú ert að teikna!
Fullgildi – finnast maður vera hluti af hópnum
- Má ég setjast hjá þér og skoða hvað þú ert að gera?
- Þið eruð svo dugleg að hjálpast að, getið þið náð í mjólk í eldhúsið?
- Getur þú hjálpað Sigga að ganga frá kubbunum þú ert svo hjálpsöm?
- Kann einhver að segja góðan dag á fleiri tungumálum en íslensku?
- Viltu bjóða henni að vera með í leiknum?
- Viltu hjálpa mér?
- Getum við öll verið saman í leiknum?
Lýðræði –fá að velja og að eiga rödd
- Viltu bláu húfuna eða rauðu húfuna?
- Vilt þú fara í vettlingana núna eða viltu hafa þá í vasanum og fara í þá ef þér er kalt?
- Hvaða lag viljið þið syngja í samverustund?
- Vilt þú velja bók sem við getum lesið saman?
- Hvað finnst þér best að borða?
- Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
- Hvað heitir uppáhaldslagið þitt?
Samkennd – að setja sig í spor annarra og skilja af hverju þau gera eða segja eitthvað
- Hvernig líður henni núna?
- Hvernig líður þér?
- Hvað kom fyrir?
- Getur þú hjálpað mér að hugga Stínu af því að hún er leið?
- Af hverju er Jón sorgmæddur?
- Núna er Pavel dapur af því að mamma fór í vinnuna en þegar hún er búin að vinna sækir hún Pavel.
Tengsl – að tengjast öðrum
- Viltu hjálpa mér?
- Viltu segja mér frá?
- Viltu útskýra fyrir mér?
- Má ég heyra hvað þú ert að gera?
- Viltu segja mér hvað þú varst að gera í gær?
- Hvað er gott að gera með mömmu?
- Hvað er best að gera með pabba?
Sjálfsefling og endurgjöf (hrós)
- Þú gast það
- Þegar eitt virkaði ekki reyndir þú annað og það gekk
- Þú reyndir og reyndir og loksins tókst þér það
- Það stoppar þig ekkert, þú ert svo ákveðin/n
- Þú reynir áfram jafnvel þó að þetta sé mjög erfitt
- Það virkaði að þú beindir athygli þinni svona vel að verkefninu, núna náðir þú þessu.