Íslenskan mín 4. lota

Markmið (hvorugkyn)

Í janúar og febrúar ætlum við að læra um og nota hugtakið markmið.

Allir á námskeiðinu eiga að segja frá að minnsta kosti (a.m.k.) tveimur markmiðum; í íslensku og í vinnunni (ef þið viljið má auðvitað líka vera með markmið í persónulegu lífi ; )

Hér eru tvö dæmi um hvernig við tölum um markmið.

  1. Ég er með markmið á vorönninni:

Markmið mitt (et) í íslensku er að læra meira um kyn orða í íslensku og í hvaða flokki orðin eru.

Markmið mitt (et) í vinnunni er að sjá um samverustund (undirbúa samverustund og vera með samverustund).

  1. Ég ætla að setja mér  markmið á vorönninni:

Ég ætla að setja mér markmið í íslensku. Ég ætla að læra meira um kyn orða íslensku og í hvaða flokki orðin eru.

Ég ætla að setja mér markmið í vinnunni. Ég ætla að sjá um samverustund (undirbúa samverustund og vera með samverustund).

Svo er bara spurning hvort við náum markmiðunum ; )

Dæmi um málnotkun sem er tengd markmiðum: Markmið; grein á visir.is

Verkefni á vorönninni:

Í heimsókn II í janúar og febrúar eigið þið að segja frá markmiðum ykkar.

 

Markmið er hvorugkynsorð (hk). Orðið er eins í eintölu (et) og fleirtölu (ft):

Eitt markmið – Markmið mitt (et)

Tvö markmið – Markmið mín (ft)

 

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda