Verkefni fyrir þátttakendur í leikskólanum í 8. lotu

Hér eru hugmyndir um hvernig hægt er að vinna með efni og hugtök lotunnar í leikskólastarfinu. Við mælum með að þið gerið rannsókn (taka vel eftir) samskiptum við foreldra í leikskólanum.

Rannsókn:

1. Skoðaðu hvernig samskipti við erlenda foreldra fara fram.

Hér eru spurningar sem getur verið gott að styðjast við:

a) Reyndu að taka eftir hvaða upplýsingar foreldrar biðja um.

b) Hvernig kemur leikskólinn (deildarstjórar og/eða aðrir starfsmenn) til móts við það sem foreldrarnir biðja um.

c) Er eitthvað sem þú myndir vilja bæta við eða gera öðruvísi?

d) Eru samskipti við erlenda foreldra ólík/öðruvísi en samskipti við aðra foreldra? Ef svo er, hvernig eru samskiptin ólík?

 

2. Skoðaðu hvernig aðlögun barna sem tala ekki íslensku fer fram:

Hér eru dæmi um spurningar sem getur verið gott að styðjast við:

a) Hvernig fer aðlögun erlendra barna fram í leikskólanum?

b) Er aðlögun erlendra barna ólík/öðruvísi en aðlögun annarra barna? Ef svo er, hvernig er aðlögunin ólík?

c) Hvað gera kennarar/starfsfólk til að styðja við erlendu börnunum í aðlöguninni?

d) Er eitthvað sem þú myndir vilja bæta við eða gera öðruvísi?

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda