Tungumálabanki – Hagnýt íslenska með börnunum í 8. lotu
Þegar barn sem er með annað móðurmál en íslensku (tungumál samfélagsisns) byrjar í leikskóla er gott að sinna barninu af athygli, bjóða það velkomið bæði munnlega og samtímis nota ríka líkamstjáningu. Tákn með tali getur verið hjálplegt ef það er notað í ykkar leikskóla.
Mikilvægt að læra rétt framburð á nafni barnsins. Barnið svarar og þekkir bara réttan framburð nafns síns og mun ekki bregðast við öðruvísi framburði. Hjá eldra barni gæti rangur framburður ýtt undir reiði og óánægju.
Sem dæmi væri gott að nota eitthvað eins og:
- Góðan dag (nafn barnsins),
- Velkomin í okkar leikskóla –
Ná athygli barnsins:
- Má ég sýna þér dót, leikföng? – sýna mismunandi leikföng samt ekki marga tegundir í einu svo barnið verði ekki ringlað.
Útskýra athafnir:
- Komdu, við erum að fara út að leika. – benda á barnið og sjálfa/n sig og síðan benda á útisvæði eða út um gluggann.
- Við ætlum að borða. – benda á munninn á sér og þykjast setja matinn upp í sig.
Róa barnið:
- Mamma/pabbi kemur á eftir (pabbi og mamma koma á eftir) – ef barnið grætur reyna að draga athygli barnsins að einhverju skemmtilegu, leika við barnið, syngja, halda á barninu, sýna myndabækur, spila tónlist…hér er einnig gott að grípa í dótið sem barninu þykir vænt um (uppáhalds bangsi, tuska, snudda…)