Hugtök 4. lotu
Lykilhugtök í lotunni:
- Fjölbreytni – þegar fólk, staðir, hugmyndir og fleira er öðruvísi, ekki eins, mismunandi, fjölbreytt og alls konar. Þar sem EKKI allt er eins.
- Fjölmenning – þegar ólíkt fólk með mismunandi menningu býr og starfar saman á jafnréttisgrundvelli.
- Fjölbreytt menning getur verið um; menntun, aldur, kyn, kynheigð, kynþátt, lífsstíl, hefðir, siði, klæðaburð, mataræði, tungumál, trúarbrögð, viðhorf, gildi, uppruna og þjóðerni.
- dæmi: Fjölmenningarlegt samfélag, fjölmenningarlegur vinnustaður, fjölmenningarlegur skóli …
- Inngilding – að viðurkenna og virða fjölbreytaleikann og gera alltaf ráð fyrir honum. Inngilding er að hvetja og styðja við að allt fólk fái að taka þátt. Inngilding er þegar við gefum fjölbreyttum hópi fólks tækifæri til að taka ákvarðanir og segja sína skoðun.
- Menningarnæmi – menningar; þekking og áhugi á annarri menningu og virðing fyrir mismunandi hópum.
- Fordómar – þegar við dæmum án þess að skoða og kynna okkur fólk, hugmyndir og aðstæður (fyrir=for=before).
- Viðhorf – væntingar mínar, afstaða mín, skoðun mín, hvað finnst mér um hugmyndir, fólk, staði …?
- Jafngildi – felur í sér að geta greint og tekið á ójöfnuði og valið viðeigandi inngrip og samskipti til að skapa umhverfi, stefnur og venjur (í starfi eða líf) til að tryggja sanngirni og það að fjölbreytileiki þrífist þar sem við erum. Dæmi: Snemmtæk íhlutun, hjálpartæki, félagsþjónustu, móttöku flóttafólks
Fleiri lykilorð:
- Staðalmynd
- Sjálfsmynd
- Umburðarlyndi
- Strykleiki
- Móttaka
- Samskipti
- Kynþáttur
- Þjóðerni
- Samkennd
- Alhæfing
- Tilheyra
- Meðfædd/ur
- Viðurkenna
- Hlutdrægni