Bókmenntir, samþætting og skapandi skil

Námskeið í opnu Menntafléttunni

Staða
Ólokið
Verð
Opið námskeið
Hefja námskeið

Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur, þeirra námssamfélög og teymi í að vinna á innihaldsríkan og skapandi hátt með bókmenntir í kennslu. Lögð verður áhersla á að koma auga á og nýta tækifæri sem felast í bókmenntum. Horft verður til samþættingar námsgreina og hvernig samræður um efni bóka geta dýpkað skilning nemenda á umfjöllunarefni og aðstæðum. Í námskeiðinu verður leitast við að efla áhuga og virkni nemenda á lestri góðra bókmennta og notkun tungumálsins, hvetja þá til að nýta styrkleika sína á fjölbreyttan hátt og styðja þá við að velja sér lesefni við hæfi. Lögð verður áhersla á fjölbreyttar leiðir til tjáningar, nýtingu tækni til náms, samræðu nemenda og val um aðferðir við skapandi skil.

Á námskeiðinu læra þátttakendur að nýta þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samtal um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru stigin í skólanum, á milli kennslulota í Menntafléttunni:

  • Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar
  • Skref B: Þáttakendur funda með teyminu sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi
  • Skref C: Þátttakendur og teymið þeirra framkvæmir og skrá hjá sér athuganir
  • Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst.

Við lok námskeiðs geta þátttakendur:

  • Leitt samtöl um breytta starfshætti í sínum námssamfélögum og teymum
  • nýtt og tileiknað sér nýjar aðferðir við notkun bókmennta í kennslu
  • notað samræður sem markvissa kennsluaðferð í samþættu námi
  • nýtt aðferðir sem ýta undir áhuga og sjálfstæði nemenda í lestri
  • þróað leiðir sem hvetja nemendur til fjölbreyttrar vinnu og skapandi skila.

Kennarar

Brynhildur Þórarinsdóttir

Rithöfundur & dósent

Brynhildur Sigurðardóttir

Kennari í Stapaskóla

Álfhildur Leifsdóttir

Kennari í Árskóla

Námskeið yfirlit

Sjá allt
Kennslulotur
Mat og ígrundun

Innskráning

Ekki með aðgang?

Skráðu þig, það kostar ekkert!

Hafa samband

Uppfæra notanda

Uppfæra notanda