Bókmenntir, samþætting og skapandi skil
Námskeið í opnu Menntafléttunni
Lýsing
Þróunarhringur
Sækja um handleiðslu
Dagskrá
Markmið námskeiðsins er að styðja við þátttakendur, þeirra námssamfélög og teymi í að vinna á innihaldsríkan og skapandi hátt með bókmenntir í kennslu. Lögð verður áhersla á að koma auga á og nýta tækifæri sem felast í bókmenntum. Horft verður til samþættingar námsgreina og hvernig samræður um efni bóka geta dýpkað skilning nemenda á umfjöllunarefni og aðstæðum. Í námskeiðinu verður leitast við að efla áhuga og virkni nemenda á lestri góðra bókmennta og notkun tungumálsins, hvetja þá til að nýta styrkleika sína á fjölbreyttan hátt og styðja þá við að velja sér lesefni við hæfi. Lögð verður áhersla á fjölbreyttar leiðir til tjáningar, nýtingu tækni til náms, samræðu nemenda og val um aðferðir við skapandi skil.
Á námskeiðinu læra þátttakendur að nýta þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samtal um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru stigin í skólanum, á milli kennslulota í Menntafléttunni:
- Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar
- Skref B: Þáttakendur funda með teyminu sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi
- Skref C: Þátttakendur og teymið þeirra framkvæmir og skrá hjá sér athuganir
- Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst.
Við lok námskeiðs geta þátttakendur:
- Leitt samtöl um breytta starfshætti í sínum námssamfélögum og teymum
- nýtt og tileiknað sér nýjar aðferðir við notkun bókmennta í kennslu
- notað samræður sem markvissa kennsluaðferð í samþættu námi
- nýtt aðferðir sem ýta undir áhuga og sjálfstæði nemenda í lestri
- þróað leiðir sem hvetja nemendur til fjölbreyttrar vinnu og skapandi skila.
Á námskeiðum Opnu Menntafléttunnar er gert ráð fyrir að þátttakendur nýti þróunarhring í fjórum skrefum, sem styður við samræður um innleiðingu breyttra starfshátta í námi og kennslu. Skrefin fjögur eru:
Skref A: Þátttakendur undirbúa sig með lestri eða áhorfi – og undirbúa spurningar.
Skref B: Þátttakendur funda með teymi sínu og gera áætlun um útfærslu í starfi.
Skref C: Þátttakendur og teymi þeirra framkvæmir áætlun og skrá hjá sér athuganir.
Skref D: Þátttakendur funda aftur með teyminu og ræða hvernig til tókst og hvernig nemendur brugðust við.

Kennarahópar sem ætla að taka námskeið á vef Opnu Menntafléttunnar geta fengið handleiðslu eða ráðgjöf frá sérfræðingum. Handleiðslan felst í að sérfræðingur hittir kennarahópinn í sex klukkustundir á námskeiðstímanum. Samkomulag er um tímasetningar fundanna. Gert er ráð fyrir að ráðgjöfin fari fram á ZOOM.
Skólastjóri verður að sækja um ráðgjöfina fyrir hönd síns skóla. Kostnaður við handleiðslu á einu námskeiði er 100 þúsund krónur sem skólinn borgar áður en ráðgjöfin hefst.
Hægt er að semja um sérsniðna handleiðslu fyrir hópa með því að senda tölvupóst á Katrínu Valdísi sem hefur netfangið kava@hi.is.
Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?
Kennslan fer fram í sex lotum á ZOOM, þrjár klukkustundir að lengd, skólaárið 2023-2024. Nám þátttakenda fer þó aðallega fram í skólum þátttakenda í samtali teyma um þróun náms og kennslu. Þátttakendur fá hagnýtar kveikjur í lotunum sem þeir geta fléttað saman við daglegt starf, þeir leiða svo samtal á teymisfundum um hvernig gengur. Í upphafi hverrar kennslulotu er farið yfir reynslu þátttakenda af því að nýta þróunarhringinn frá síðustu lotu.
Dag- og tímasetningar lota
2023
Mánudagur, 18. september kl. 14.15–17.00
Fimmtudagur, 2. nóvember kl. 14.15–17.00
Fimmtudagur, 30. nóvember kl. 14.15–17.00
2024
Fimmtudagur, 11. janúar kl. 14.15–17.00
Fimmtudagur, 8. febrúar kl. 14.15–17.00
Fimmtudagur, 14. mars kl. 14.15–17.00
Kennarar
Brynhildur Þórarinsdóttir
Rithöfundur & dósent
Brynhildur Sigurðardóttir
Kennari í Stapaskóla
Álfhildur Leifsdóttir
Kennari í Árskóla
Námskeið yfirlit
Sjá allt
Kennslulotur
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/7 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/8 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/4 Skref
Lota - Námsefni
0% Lokið
0/4 Skref
Mat og ígrundun